is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30233

Titill: 
  • Moldin angar dular draumanætur: Nornir í kvikmyndum út frá feminískum fræðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Nornir hafa fylgt mannkyninu í afar langan tíma – en þó ekki alltaf undir þeim slæmu formerkjum sem þær eru líklega hvað þekktastar fyrir. Þó getur reynst erfitt að skilja hlut þeirra og mikilvægi í kvikmyndasögunni nema mannkynssagan sé skoðuð fyrst, en saga nornarinnar í gegnum aldirnar tengist með beinum hætti kvenhatri og valdamisvægi kynjanna. Þessar birtingarmyndir verða meðal annars skoðaðar í þremur völdum kvikmyndum: Häxan: Witchcraft Throughout the Ages (1922, Benjamin Christensen), Black Sunday (1960, Mario Bava) og að lokum The Love Witch (2016, Anna Biller). Í þessari ritgerð verða kvikmyndir sem hverfast með einum eða öðrum hætti um nornir skoðaðar útfrá feminísku sjónarhorni. Greiningarammi ritgerðarinnar er meðal annars myndaður með hjálp fræðikvennanna Juliu Kristevu og Barböru Creed. Kristeva fjallar í bók sinni um úrkastshugtakið, en Creed um hið hryllings-kvenlega. Bæði þessi hugtök má vel tengja við konur í hryllingsmyndum – þar á meðal nornir.

Samþykkt: 
  • 11.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30233


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
NORNIR - BA ritgerð-loka.pdf294.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
anonym2645_doc04433320180511092342.pdf289.75 kBLokaðurYfirlýsingPDF