en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/30240

Title: 
  • Title is in Icelandic Fiskneysla í Sveitarfélaginu Hornafirði. Er markaður fyrir fiskverslun á Höfn?
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ritgerð þessi fjallar um fiskneyslu í Sveitarfélaginu Hornafirði og var markmiðið að kanna hvort markaður væri til staðar fyrir fiskverslun á Höfn. Fiskur hefur lengi verið mikilvæg fæða hér á landi og hafa Íslendingar verið fremur duglegir við að neyta fiskmetis miðað við aðrar þjóðir Evrópu. Sjávarafurðir eru taldar vera hollur matvælakostur og innihalda þær mikið af næringarefnum og því er mikilvægt að aðgengi að ferskum sjávarafurðum sé sem best fyrir alla. Sendur var út spurningalisti á rafrænu formi þar sem íbúar í Sveitarfélaginu Hornafirði voru hvattir til að svara. Úrvinnsla gagna úr spurningakönnuninni sýndi að um 82,3% Hornfirðinga fylgi ráðleggingum landlæknis sem felur í sér að borða fisk sem aðalrétt að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku. Algengast var að þátttakendur borðuðu fisk þrisvar sinnum í viku sem aðalrétt og voru karlmenn heldur duglegri en kvenmenn við neyslu á fiskmeti. Þó töldu um 61,8% þátttakenda að fiskneysla þeirra væri meiri ef það væri fiskverslun á staðnum. Alls sögðust 47,7% þátttakenda að þeir myndu nýta sér fiskverslunina í hverri viku, væri hún til staðar, og þar af einhverjir oftar en einu sinni í viku. Framkvæmd var aðhvarfsgreining til þess að reyna að greina þá þætti sem hafa áhrif á fiskneyslu og kom þar meðal annars í ljós að tekjur virðast ekki hafa marktæk áhrif á fiskneyslu í sveitarfélaginu.

Accepted: 
  • May 11, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30240


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS_siggerdur.pdf7.2 MBOpenComplete TextPDFView/Open
yfirlýsing.pdf26.13 kBLockedYfirlýsingPDF