is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30241

Titill: 
  • Frammistöðumat og starfsmannasamtöl: Ávinningur og nýjar áherslur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um frammistöðumat og starfsmannasamtöl, ávinning þeirra og nýjar áherslur. Til þess að gera lesanda grein fyrir mikilvægi frammistöðumats og starfsmannasamtala hefst verkefnið á lýsingu á mannauðsstjórnun og því hvað felst í henni. Eftir það eru helstu aðferðir sem notaðar eru við vinnslu frammistöðumats og starfsmannasamtala kynntar.
    Rannsóknin sjálf var framkvæmd með eigindlegri aðferð þar sem þrjú hálfopin viðtöl voru tekin við stjórnendur misstórra fyrirækja á Íslandi. Viðtölin fóru fram á vinnustöðum viðmælanda þar sem rannsakandi hafði mælt sér mót við stjórnendur. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf þriggja stjórnenda til ávinnings af frammistöðumati og starfsmannasamtölum ásamt breyttum áherslum í þeim efnum.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að upplifun þriggja stjórnenda á frammistöðumati og starfsmannasamtölum er mjög mismunandi og einstaklingsbundin. Mismunandi er hvort stjórnendum finnist samtölin mikilvæg. Upplifun stjórnenda á breytingum sem litið hafa dagsins ljós síðustu ár er þó að mestu leyti góð.

Samþykkt: 
  • 11.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30241


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.s.-Ásta-Björk Andersen Sveinsdóttir-LOKASKJAL PDF.pdf436.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð verkefnis.pdf269.97 kBLokaðurYfirlýsingPDF