Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30242
Eftirfarandi ritgerð er verkefni til B.A.- prófs í þýsku við Háskóla Íslands.
Í henni verður fjallað um þýska ljóðaflokkinn „Winterreise“ (ísl. „Vetrarferðin“) eftir Franz Schubert við ljóð Wilhelms Müllers. Ritgerðinni er gróflega skipt upp í sex hluta:
Fyrsti hluti ritgerðarinnar fjallar um rómantísku stefnuna, bæði í bókmenntum og tónlist. Hér verða helstu einkenni hennar nefnd og greind. Í öðrum hluta ritgerðarinnar er sagt frá ljóðskáldinu Wilhelm Müller, bakgrunni hans og tilurð ljóðaflokksins. Þá verða sex ljóð flokksins greind: „Gute Nacht“, „Der Lindenbaum“, „Frühlingstraum“, „Einsamkeit“, „Der greise Kopf“ og „Der Leiermann“. Þriðji hluti ritgerðarinnar fjallar um ævi og verk tónskáldsins Franz Schuberts, með áherslu á seinni hluta ævi hans og að hvaða leyti hann kemur fram sem rómantískt tónskáld í verkum sínum. Fjórði og jafnframt stærsti hluti ritgerðarinnar fjallar svo um fyrrnefnd ljóð og að hvaða leyti þau eru rómantísk. Helstu atriði sem tekin voru fram í fyrsta kafla ritgerðarinnar verða nefnd aftur og sett í samhengi við ljóðin.
Því næst verður túlkun Schuberts á ljóðunum greind og fjallað um samspil tónlistarinnar og textans. Í næstsíðasta hluta ritgerðarinnar verður fjallað um hvernig Müller leit á tónsetningu ljóða sinna. Að lokum verða niðurstöður reifaðar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.A. -ritgerð lokaversion.pdf | 367.88 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing BA.pdf | 234.95 kB | Lokaður | Yfirlýsing |