is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30245

Titill: 
  • Fullorðin börn vímuefnasjúkra. Foreldrafærni og parasambönd
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari heimildaritgerð verður fjallað um fullorðin börn vímuefnasjúkra hvað varðar foreldrafærni og parasambönd. Óviðunandi heimilisaðstæður og óstöðugleiki vegna vímuefnaneyslu foreldra getur leitt til þess að börnum gangi ekki vel í námi, upplifi vanmátt og uppgjöf í þessum aðstæðum og lendi í áhættuhegðun á unglingsárum. Ótrygg tengslamygndun foreldra og barna leiðir til þess að tengsl og samskipti við aðra verða líka ótrygg. Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvernig uppkomnum börnum vímuefnasjúkra vegnar í lífinu og hvernig þeim gengur að sinna foreldrahlutverki. Skoðaðir eru jákvæðir og neikvæðir þættir sem uppkomin börn vímuefnasjúkra kunna að búa yfir. Kenningar og rannsóknir á sviðinu styðja að uppkomin börn vímuefnasjúkra geta orðið fyrir skaðandi áhrifum í uppvexti sínum. Þeim reynist oft vera áskorun að ala upp eigin börn á farsælan hátt, vegna þeirra áhrifa sem þau urðu fyrir í sínum eigin uppvexti. Það er þó ekki algilt að öll börn verði fyrir langvarandi skaða viða að alast upp við vímuefnaneyslu foreldra. Fram kemur að þeir sem bjuggu yfir seiglu og höfðu fengið stuðning annars staðar en frá foreldrum á uppvaxtarárum vegnaði yfirleitt ágætlega vel í skóla og gátu á fullorðinsárum vel unnið sig í gegnum erfiðleika. Þessum einstaklingum vegnaði betur í parasambandi og höfðu þeir einnig ágæta foreldrafærni. Helstu niðurstöður eru að þeir einstaklingar sem upplifa áhrif vímuefnanotkunar á heimili sínu, sérstaklega í formi bágrar tengslamyndunar við foreldra, vanrækslu og óstyðjandi uppeldisaðferða, verða fyrir mestum áhrifum og eru því verr staddir í foreldrafærni og gengur einnig illa að viðhalda heilbrigðu parasambandi.

Samþykkt: 
  • 11.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30245


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
krs66-BA- Fullorðin Börn vímuefnasjúkra.pdf654.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing-fyrir-skemmu.pdf491.53 kBLokaðurYfirlýsingPDF