is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3025

Titill: 
 • Áhrif prótólichesterínsýru á frumufjölgun og tjáningu STAT3 próteins í frumulínum úr mergæxli
 • Titill er á ensku Effects of protolichesterinic acid on proliferation and STAT3 protein signaling in multiple myeloma cell lines
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsóknir hafa sýnt fram á margvíslega líffræðilega virkni prótólichesterínsýru sem
  einangruð er úr fjallagrösum (Cetraria islandica). Meðal annars hefur verið sýnt fram á virkni hennar gegn ensímunum 5- og 12-LOX og fjölgunarhemjandi verkun hennar á krabbameinsfrumur.
  STAT3 er prótein sem gegnir hlutverki umritunarþáttar í kjarna þar sem það virkjar
  ýmis gen, þar á meðal nokkur sem talin eru mikilvæg við framrás krabbameins. STAT3
  er sívirkjað í mörgum tegundum krabbameina en rannsóknir benda til þess að óeðlileg
  STAT3 virkjun sé nauðsynlegt fyrir illkynja breytingar á frumum sem og fyrir viðhald
  og vöxt krabbameina. STAT3 er talið kalla fram aukna frumufjölgun, æðanýmyndun og
  forða illkynja frumum frá stýrðum frumudauða.
  Yfirmarkmið verkefnisins var að skoða hvort prótólichesterínsýra hafi áhrif á STAT3
  boð í tveimur mismunandi mergæxlisfrumulínum. Annars vegar voru áhrif á frumufjölgun og -lifun metin með trypan blá litun. Hins vegar var skoðað hvort
  prótólichesterínsýra hafi áhrif á tjáningu á fosfóruðu STAT3 í frumukjarna. Áhrif á
  próteintjáningu voru skoðuð með Western þrykki.
  Niðurstöður sýna að prótólichesterínsýra hemur marktækt fjölgun í frumulínunum
  tveimur en ekki sáust tölfræðilega marktæk áhrif á frumulifun. Western þrykk á
  kjarnapróteinum hefði þurft að endurtaka oftar en niðurstöðurnar gefa vísbendingu um
  að prótólichesterínsýra hafi hemjandi áhrif á tjáningu á fosfóruðu STAT3.

Samþykkt: 
 • 10.6.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3025


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
xli_fixed.pdf4.4 MBLokaðurHeildartextiPDF