is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30251

Titill: 
  • IFRS 17 - Vátryggingarsamningar. Áhrif nýs reikningsskilastaðals á íslensk vátryggingafélög
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar, IFRS, eru leiðbeinandi meginreglur sem Alþjóðlega reikningsskilaráðið gefur út og er hlutverk þeirra að aðstoða fyrirtæki við gerð ársreikninga. Nýr staðall, IFRS 17, var gefinn út í maí 2017 um vátryggingarsamninga og tekur hann við af IFRS 4. Markmið þessarar ritgerðar er að kynna fyrir lesanda þau áhrif sem nýr staðall mun hafa á reikningsskil vátryggingafélaga sem eru með skráð verðbréf á skipulegum verðbréfamarkaði hér á landi. Fjallað verður ítarlega um útgefanda staðlanna, megininntak beggja staðla, gagnrýni á fyrri staðal og möguleg áhrif sem nýr staðall kemur til með að hafa. Að lokum eru kynntar fyrir lesanda núverandi reikningsskilaaðferðir íslensku vátryggingafélaganna og skoðað hvaða breytingar geta orðið þegar nýr staðall tekur gildi.
    Helstu niðurstöður eru að samkvæmt IFRS 17 ber vátryggingafélögum að flokka vátryggingarsamninga sína í þrjá flokka, að minnsta kosti, og taka þarf tillit til við fyrstu skráningu hversu íþyngjandi samningarnir eru en samkvæmt ársreikningum íslensku vátryggingafélaganna eru þeir í dag flokkaðir í tvo flokka og aðeins tekið tillit til eðlis samninganna. Nýr staðall mun líka breyta uppsetningu á yfirliti um heildarafkomu og hvernig fyrirtækin færa tekjur og gjöld í rekstrarreikningi. Þessi breyting mun hafa einhver áhrif á helstu kennitölur fyrirtækjanna, til dæmis samsetta hlutfallið. Greindar voru sérstaklega þær breytingar sem geta orðið á samsetta hlutfallinu hjá Tryggingamiðstöðinni miðað þær tölur sem koma fram í ársreikningi 2017. Einnig þurfa fyrirtækin að setja fram ítarlegri skýringar um vátryggingarsamningana og sýna fram á þær breytingar sem verða vegna nýs staðals.

Samþykkt: 
  • 11.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30251


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IFRS 17 - Vátryggingarsamningar.pdf818.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing-Skemman.pdf376.86 kBLokaðurYfirlýsingPDF