Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/30252
Rafmyntir eru ný tegund greiðslumiðlunar, sem aðeins fyrirfinnst á internetinu. Margar tegundir rafmynta hafa verið gefnar út og æ fleiri byrjaðir að fjárfesta í þeim. Markmið þessarar ritgerðar er að kanna með hvaða móti sé réttast að skrá rafmyntir í reikningsskilum. Fjallað er almennt um rafmyntir og hvernig þróun gjaldmiðla hefur þróast í gengum tímans rás. Skoðað er sérstaklega stærstu rafmyntina, Bitcoin og kafað dýpra ofan í tæknina á bakvið bitcoin myntir. Rafmyntir hafa verið mikið í umræðunni vegna tengsla við aukin umsvif og meiri notkunar innan samfélagsins. Kannað verður hvað reikningsskilastaðlar segja til um reikningsskil fyrir rafmyntir. Hvernig best og réttast sé að skrá rafmyntir inn í bókhald.
Niðurstöður benda til þess að reikningsskilum fyrir rafmyntir sé ábatavant. Ekki hefur verið gefinn út sérstakur reikningsskilastaðall fyrir rafmyntir. Því ber að finna réttan flokk sem rafmyntir falla best undir. Helstu niðurstöður benda til þess að best sé að skrá rafmyntir á gangvirði, þar sem helsta notkun þeirra, enn sem komið er, sé til fjárfestinga. Með aukinni notkun rafmynta sem ekki eru ábyrgst af ríkjum og seðlabönkum, verður óhjákvæmlegt að gefa út ítarlegri reikningsskilastaðla sem taka á rafmyntum.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Rafmyntir og meðferð þeirra í reikningsskilum.pdf | 748.7 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
32191671_10155145553716256_5856512740767563776_n.jpg | 562.51 kB | Locked | Declaration of Access | JPG |