en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/30254

Title: 
 • Title is in Icelandic Fjárfestingar í nýsköpun. Umfang þeirra á Íslandi
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Fjárfestingar í nýsköpun hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og svo virðist sem stjórnvöld séu að átta sig á mikilvægi þess að eyða fjármunum í nýsköpun. Því ein besta leiðin til þess að tryggja hagvöxt til lengra tíma litið er í gegnum fjárfestingar í nýsköpun, rannsóknar- og þróunarstarfsemi. Þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld ríkja beiti sér fyrir því að skapa umhverfi þar sem nýsköpun fær að skína og með því auka líkurnar á hagvexti til framtíðar.
  Markmiðið með þessari ritgerð er að skoða fjárfestingar í nýsköpun og umfang þeirrar starfsemi á Íslandi. Í framhaldi verður því velt upp hvort íslenskir aðilar séu nægilega virkir á þessu sviði. Síðan verður það skoða hvað það er sem vel er gert á Íslandi og hvað mætti gera betur.
  Til þess að bera umfangið af fjárfestingum í nýsköpun á Íslandi saman við önnur lönd verða skoðuð gögn frá alþjóðastofnunum. Gögnin segja bæði til um það hversu mikið stjórnvöld hvers ríkis leggja til rannsóknar- og þróunarstarfsemi og hversu stór hluti af þjóðarframleiðslu fer til rannsóknar- og þróunarstarfsemi. Helstu niðurstöður sýna að á Íslandi hafa verið stigin þó nokkur skref til þess að efla fjárfestingu í nýsköpun en við eigum hins vegar ennþá mjög langt í land til þess að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur. Því er mikilvægt að íslensk stjórnvöld auki fjármagn til nýsköpunar á næstu árum ásamt því að auðvelda einkaðilum að fjárfesta í nýjum og spennandi nýsköpunarfyrirtækjum.

Accepted: 
 • May 11, 2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30254


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS Ritgerð.pdf847.87 kBOpenPDFView/Open
yfirlysing skemman.pdf234.25 kBLockedPDF