is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30255

Titill: 
  • Kauphegðun aldamótakynslóðarinnar: Er aldamótakynslóðin jafn einsleitur hópur og talið er?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða kauphegðun aldamótakynslóðarinnar. Sérstök áhersla var lögð á það að skoða þá skiptingu sem á sér stað innan viðkomandi kynslóðar. Aldamótakynslóðin hefur verið að færa sig frá hefðbundnum auglýsingamiðlum og yfir til samfélagsmiðla og hefur rafrænt umtal breytt því hvernig neytendur stunda upplýsingaleit í dag.
    Markmið rannsóknarinnar var að komast að því hvort aldamótakynslóðin sé einsleitur hópur þegar kemur að kauphegðun hennar. Framkvæmd var megindleg rannsókn þar sem spurningalisti var sendur út á samfélagsmiðlaneti höfundar. Höfundur leitaði aðeins eftir svörum frá einstaklingum innan aldamótakynslóðarinnar á aldursbilinu 18-36 ára. Við úrvinnslu gagna voru svarendur á aldursbilinu 18-29 ára flokkaðir sem yngri aldamótakynslóðin og svarendur á aldursbilinu 30-36 ára flokkaðir sem eldri aldamótakynslóðin. Eftirfarandi aldursgreining var gerð með það að markmiði að fá sem skýrustu mynd á það hvort aldamótakynslóðin sé einsleitur hópur.
    Helstu niðurstöður bentu til þess að yngri aldamótakynslóðin taki frekar eftir auglýsingum á samfélagsmiðlum. Báðir undirhópar aldamótakynslóðarinnar leita sér ummæla áður en kaupákvörðun er tekin og það skiptir kynslóðina miklu máli að viðkomandi vara hafi fengið góð ummæli. Aldamótakynslóðin tekur upplýsingaleit í sínar eigin hendur en yngri aldamótakynslóðin leitar fremur eftir ummælum í gegnum ummælasíður á meðan eldri aldamótakynslóðin leitar eftir ummælum frá nákomnum. Aldamótakynslóðin leitar eftir ummælum um þjónustu sem byggist á reynslu og leitar yngri aldamótakynslóðin til dæmis eftir ummælum um hótel á meðan eldri leitar frekar eftir ummælum um veitingastaði.

Samþykkt: 
  • 11.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30255


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Lokaskil Dögg Hrafnsdóttir.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_Yfirlýsing Dögg.pdf507.03 kBLokaðurYfirlýsingPDF