Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30258
Í þessari ritgerð er að finna íslenska þýðingu á ræðu eftir fransk-alsírska rithöfundinn Albert Camus sem þýdd er úr frönsku. Ræðan var flutt undir nafninu „Listamaðurinn og samtími hans“, þann 14. desember árið 1957 við háskólann í Uppsölum, í tilefni þess að Camus hlaut sama ár Nóbelsverðlaunin fyrir framlag sitt til bókmennta. Í ræðunni talar Camus um flókið hlutverk listamannsins, skyldur hans, frelsisþrá og þörf hans fyrir að setja sér mörk. Í fyrri hluta ritgerðarinnar verður farið stuttlega yfir ævi höfundarins, uppvöxt hans í Alsír, menntun og helstu verk. Sagt verður frá aðdraganda þess að hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels og viðbrögðum bæði í Frakklandi og í Alsír. Að lokum verður greint frá þýðingarferlinu. Seinni hluti ritgerðarinnar inniheldur svo þýðinguna sjálfa.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.A. ritgerð Camus SDL AM.pdf | 602 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Forsíða Camus SDL AM.pdf | 120,12 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna | |
[Untitled].pdf | 278,13 kB | Lokaður | Yfirlýsing |