en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/30264

Title: 
  • Title is in Icelandic Náttúruhyggja Kants: Ævarandi friður sem markmið mannkynsins
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð um náttúruhyggju Immanuels Kants eru rædd þrjú atriði í stjórnmálaheimspeki hans: náttúruhyggja, siðfræði og heimsborgarahyggja. Í fyrsta kafla er rætt um hvernig Kant telur náttúruna hanna allt fullkomlega eftir sinni fullkomnu reglu. Náttúran hannaði manninn sem samfélagsveru, í samfélögum þróast maðurinn eftir áætlun náttúrunnar og gefur það besta sem hann getur af sér. Þá er einnig fjallað um frelsið, sem er mikilvægt atriði því maðurinn þarf fullkomið frelsi í samfélaginu til þess að þróast á besta mögulegan hátt, þ.e. samkvæmt lögmáli náttúrunnar. Í öðrum kafla er farið yfir siðfræði Kants, sem er grundvallaratriði þess að manneskjan geti verið frjáls, því Kant telur siðalögmálið vera frelsislögmál. Siðalögmál hans, sem segir að manneskjan eigi að breyta einungis eftir þeirri lífsreglu sem hún getur jafnframt viljað að verði að almennu lögmáli, leiðir manninn að „ríki markmiða“ sem er grundvallarhugtak um markmið mannkynsins. Í þriðja kafla er fjallað um heimsborgarahyggju Kants, þá hugmynd hans að til þess að koma á „ríki markmiða“, eða heimi þar sem allir menn lifa við fullkomið frelsi, háðir reglum sem þeir vilja og setja sér því sjálfir, þá þurfi maðurinn, sem býr í samfélögum, að virða frelsi annarra samfélaga. Einu leiðina til þess telur Kant vera að menn úr ólíkum samfélögum séu í beinu sambandi sín á milli og bjóði hverjir aðra velkomna. Í fjórða og síðasta kafla, er síðan spurt hvort nútímasamfélag bendi til þess að kenningar Kants eigi við rök að styðjast. Niðurstaðan er sú að svo sé, því erfitt væri að færa rök fyrir því að það sé ekki mannkyninu eðlilegt að sækjast eftir öryggi og ævarandi friði.

Accepted: 
  • May 11, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30264


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Náttúruhyggja_Kants_BA_ritgerð_BHV.pdf579.23 kBOpenComplete TextPDFView/Open
baldur hrafn.pdf413.8 kBLockedYfirlýsingPDF