is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30270

Titill: 
  • Að eiga eða leigja?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Því hefur verið haldið fram að á Íslandi ríki séreignastefna enda hefur leigumarkaður hérlendis löngum verið smár í sníðum. Niðurstöður kannana sem gerðar hafa verið um stöðuna á leigumarkaði hafa þá leitt það í ljós að eftirsóknarverðarar virðist vera að eiga eigið húsnæði fremur en að leigja. Gögn Hagstofunnar benda einnig til þess að fasteignir séu stærstur hluti einkasparnaðar landsmanna, en árið 2016 voru 77% eiginfjár heimilanna bundinn í fasteign. Þetta brýtur gegn þeirri skynsemi að ekki skuli setja öll eggin í sömu körfuna, enda feli fjárfesting í fasteign í sér áhættu eins og hver önnur fjáreign.
    Í ljósi þessa er spurningunni um það hvort það að vera leigjandi alla ævi sé vænlegur kostur eða ekki, og skipting leigjenda og eigenda á húsnæðismarkaði auk byrði húsnæðiskostnaðar hvors hóps reifuð. Í kjölfarið er farið yfir verðmyndun á fasteignamarkaði og skipting markaðarins í annars vegar íbúðamarkað og hins vegar eignamarkað og gerð grein fyrir Fjögurra fjórðunga líkani DiPasquale og Wheaton (e. Four Quadrant Model). Því næst er lagt upp einfalt samanburðardæmi milli þess að leigja og eiga og ljósi í kjölfarið varpað á muninn á eignaverðsáhættu og leiguverðsáhættu, annars vegar til skemmri tíma og hins vegar til lengri tíma litið. Að lokum er svokallað V/H hlutfall (verð/leigu hlutfall) þess að eiga og leigja fyrir alla landshluta og helstu þéttbýli hvers þeirra reiknað út. Niðurstöður greiningarinnar eru þær að til skemmri tíma getur það verið ákjósanalegra að leigja, en til lengri tíma litið muni borga sig að kaupa og búa í eigin húsnæði.

Samþykkt: 
  • 11.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30270


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ad eiga eda leigja_Ragnhildur Bjornsdottir.pdf1.73 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_skemman.pdf47.02 kBLokaðurYfirlýsingPDF