is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30271

Titill: 
  • Borgaraflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og áhrif popúlisma á íslensk hægristjórnmál 1987-2009
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Á tveimur síðustu áratugum tuttugustu aldar gerðist það tvisvar að áhrifamenn úr Sjálfstæðisflokknum klufu sig frá honum til að stofna eigin stjórnmálaflokk. Fram að þeim tíma hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið eini hægri flokkur landsins. Samfara deilum um forystu flokksins á 9. áratugnum milli stuðningsmanna Geirs Hallgrímssonar annars vegar og Gunnars Thoroddsens hins vegar myndaðist svigrúm fyrir samkeppni á hægri vængnum. Árið 1987 neyddist Albert Guðmundsson, ráðherra sjálfstæðismanna, til að segja af sér í kjölfar hneykslismáls sem tengdist ólöglegum greiðslum til fyrirtækis í hans eigu. Í framhaldinu stofnaði hann Borgaraflokkinn og náði mjög góðum árangri í Alþingiskosningum með aðeins mánaðar fyrirvara. Árið 1998 varð svipuð atburðarás þegar Sverrir Hermannsson, fyrrverandi ráðherra og bankastjóri Landsbankans þurfti að segja af sér eftir grun um misnotkun á stöðu sinni. Sverrir gekk til liðs við Samtök um þjóðareign og stofnaði síðan Frjálslynda flokkinn sem náði mönnum inn á þing.
    Í ritgerðinni er stuðst við fræðikenningar um popúlisma til að greina klofninginn og helstu stefnumál flokkanna. Flokkarnir áttu margt sameiginlegt, en þó voru einnig þættir sem skildu þá að. Báðir töluðu skarpt gegn meintu dugleysi Sjálfstæðisflokksins og hræsni sem þeir töldu fólgna í að boða nýfrjálshyggju án þess að framkvæma hana. Borgaraflokkurinn nálgaðist Sjálfstæðisflokkinn frá hægri í efnahagsmálum með kröfum um miklar skattalækkanir, en Frjálslyndi flokkurinn frá vinstri, sérstaklega þegar kom að stuðningi við landsbyggðina og undirmálshópa í íslensku samfélagi. Flokkarnir voru þó líka með fyrstu íslensku stjórnmálaöflunum sem voru kennd við popúlisma. Forsenda stofnunar þessara flokka var sú að forysta Sjálfstæðisflokksins hafnaði Alberti og Sverri eftir að hneykslismálin komu upp. Hins vegar verða færð rök fyrir því að aukin áhersla innan Sjálfstæðisflokksins á persónustjórnmál á níunda áratugnum hafi skapað aðstæður þar sem popúlískar áherslur gætu nýst áhrifamiklum stjórnmálamönnum sem vildu skapa annan valkost á hægri vængnum. Því verður haldið fram að greina megi ákveðin popúlísk einkenni í stefnu og starfi beggja flokka, þótt þeir geti ekki talist hreinræktaðir popúlistaflokkar.

Samþykkt: 
  • 11.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30271


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stefán Páll Ragnarsson - Borgaraflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og áhrif popúlisma á íslensk hægri stjórnmál 1987-2009..pdf798.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf16.98 MBLokaðurYfirlýsingPDF