is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30273

Titill: 
 • ÞJÓÐ(AR)SAGA SJÓNS: Pólitísk ummyndun á sameiginlegum minningum Íslendinga í sögulegum skáldverkum Sjóns
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð eru sögulegar skáldsögur Sjóns, auk leikritsins Ufsagrýlur, skoðaðar með það að markmiði að greina þann þjóðfélagslega tón og þau pólitísku skilaboð sem leynast í textanum.
  Aðferðafræði Sjóns er sett í samhengi við umræðu innan bókmenntafræða um getu og takmörk póstmódernískra skáldverka til að gagnrýna samtímann með pólitískum hætti. Sérstaklega er stuðst við hugmyndir Lindu Hutcheon sem segir að póstmódernisminn sé ávallt pólitískur; þar sem hann leitast við að gera það sem talið er „náttúrulegt“ í menningunni og þjóðskipulaginu aftur „ónáttúrulegt“. Það er gert með textatengslum, skopstælingu, kaldhæðni og endurvinnslu á sögu. Í því samhengi er rætt um fortíð eða fortíðarleysi í póstmódernískri menningu og þá tilhneigingu póststrúktúralista að skoða fortíðina sem túlkun á textum. Með því móti hafa póstmódernista öðlast tæki til þess að afbyggja, endurtúlka og ummynda menningarlega mótaðar hugmyndir um fortíðina og þar með samtímann.
  Í fyrsta hluta ritgerðarinnar er leitað á náðir minningafræða og skoðað hvernig fræðimenn hafa skilgreint sameiginlegar minningar íslensku þjóðarinnar. Einnig er athugað hvernig sagnfræðingar hafa greint og skilgreint hugmyndafræði Íslendinga fyrr á tímum og sýnt fram á hvernig enn eymir en af þeim, til að mynda í stjórnmálaumræðu samtímans.
  Þessi umfjöllun er síðan nýtt sem grunnur fyrir túlkun á pólitískum þáttum í sögulegum skáldverkum Sjóns. Fjallað er um skáldsögurnar Rökkurbýsnir, Skugga-Baldur, Mánasteinn, Argóarflísin og leikritið Ufsagrýlur í röð eftir sögutíma. Megináhersla er þó lögð á þríleikinn CoDex 1962, sem samanstendur af skáldsögunum Augu þín sáu mig, Með titrandi tár og Ég er sofandi hurð. Verkið er greint í heild og markast sú umfjöllun bæði af fræðiefninu og greiningu á hinum skáldsögum Sjóns. Meðal annars er fjallað um hvernig Sjón skrifar í verkum sínum markvisst um persónur sem eru á skjön við ráðandi samfélagsöfl og er jafnvel haldið niðri með kúgandi hugmyndafræði á borð við þjóðernishyggju, karlrembu og ofurmennistrú. Einnig er fjallað um notkun hans á raunverulegum fyrirmyndum, úr samtíma og fortíð, skilaboðum í sögum á goðsögulegum tíma, þjóð- og trúarbragðasagna og þá dómsdagsspá sem gengur í gegnum nær allt höfundarverk hans.
  Í ritgerðinni er sýnt fram á hvernig Sjón á í samræðu við samtímann í gegnum söguleg skáldverk af póstmódernískum meiði en einnig hvernig hann markvisst ummyndar og afbyggir sameiginlegar minningar íslensku þjóðarinnar.

Samþykkt: 
 • 11.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30273


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÞjóðsagaSjóns.Einar.Kári..pdf794.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
doc11052018135630.pdf21.23 kBLokaðurYfirlýsingPDF