is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30276

Titill: 
  • Hefur mismunandi römmun tilboða áhrif á kaup neytenda?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fyrirtæki nýta sér ótal leiðir til að hafa áhrif á kaup neytenda. Ýmsar kenningar hafa sýnt fram á hvaða þættir hafa áhrif á kaup neytenda og ein þeirra er kenningin um römmun. Römmun sýnir meðal annars hvernig mismunandi framsetning hefur áhrif á kaup neytenda. Markmiðið með þessari rannsókn var að svara rannsóknarspurningunni: Hefur mismunandi römmun tilboða áhrif á kaup neytenda? Tilraunin fór fram í ferðamannaversluninni Woolcano sem staðsett er í miðborg Reykjavíkur. Sett voru þrjú tilboð fram í versluninni dagana 26. febrúar til 8. apríl 2018. Hvert tilboð var sett fram í viku í senn og svo aftur þremur vikum síðar. Notast var við sömu vöruna allan tímann, húfu að andvirði 1.990 krónur. Tilboð 1 var 4 fyrir 3 af húfum, tilboð 2 var 25% afsláttur af húfu og í tilboði 3 fylgdi frítt póstkort með húfu sem kaupauki. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að neytendur hölluðust mest að tilboði 2 þar sem boðinn var 25% afsláttur. Þetta gefur til kynna að neytendur hallist mest að tilboðum þar sem auðvelt er að reikna út afsláttinn. Þar þurfa neytendur ekki að kaupa meira til að fá afslátt, eins og raunin er í 4 fyrir 3 tilboðum. Auðveldustu afsláttarformin eru einföld og þetta geta fyrirtæki nýtt sér, auk þess að geta sparað sér tíma og vinnu í tilboðsgerð. Ekki er nauðsynlegt að bjóða kaupauka eða blönduð tilboð til að selja vöruna.

Samþykkt: 
  • 11.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30276


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gimli_20180511_135024.pdf24.11 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Sigríður Jóna Hannesdóttir - final.pdf447.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna