is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30277

Titill: 
  • Lasinn lundi: (Íslensk menningarpólitík í ljósi menningarstefnu stjórnvalda og þess gildismats og þeirra
    hagsmunalína sem tölfræðisaga hinna Íslensku bókmenntaverðlauna og tilnefningar til
    Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sýnir)
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Íslensk menningarpólitík er skoðuð með sérstaka áherslu á bókmenntir og athugað hvort hún sé þjóðernissjálfhverf, það er svo þjóðleg að hún vinni gegn sjálfri sér og almennum menningarlegum markmiðum. Byrjað er á að skoða tölfræðisögu bókmenntastofnunarinnar; verk sem hafa verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hafa hlotið hin Íslensku bókmenntaverðlaun. Skoðað er hverjir útgefendur eru, til að fá hugmynd um valdahlutföll í bókmenntaheiminum, og kannað hvert meginefnisval bókanna er. Könnunin leiðir í ljós afar þjóðlegt gildismat, sem síðan er skoðað í samhengi við íslenska málstefnu og markmið hennar. Einnig er gildismatið borið við menningarstefnu stjórnvalda, eins og hún birtist í skjalinu Menningarstefna á vef stjórnarráðsins, og við áherslur forseta Íslands sem er aðili að hinum Íslensku bókmenntaverðlaunum. Ritgerðin leiðir í ljós mótsagnir í íslenskri menningarstefnu og sýnir hvernig hún vinnur gegn kjarnahugmyndum málstefnunnar, gegn hugmyndum um fjölbreytni og stuðlar að útilokun umfjöllunarefnis annars en þess sem snertir Ísland og Íslendinga. Ritgerðin sýnir að íslensk menningarpólitík er þjóðernissjálfhverf.
    Lykilorð: Tölfræðisaga bókmenntastofnunarinnar. Þjóðernissjálfhverfa. Túristalundastefnan í menningarmálum.

Samþykkt: 
  • 11.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30277


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IMG_0991.JPG86.09 kBLokaðurYfirlýsingJPG
LasinnLundi.pdf1.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna