is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30281

Titill: 
  • Metamóderníski hljóðsmalinn: Vægi tónlistar í verkum Ragnars Kjartanssonar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • 'Metamóderníski hljóðsmalinn: Vægi tónlistar í verkum Ragnars Kjartanssonar' er BA ritgerð í listfræði. Kveikjan að henni var áhugi höfundar á myndlistarmönnum sem vinna með tónlist. Ragnar Kjartansson er þekktur íslenskur listamaður sem hefur glæstan tónlistarferil að baki hérlendis. Ennfremur hefur hann haslað sér völl sem myndlistarmaður, ekki síst erlendis á síðstliðnum áratug. Hann hefur hlotið mikla umfjöllun í samræmi við það og rýnt hefur verið í listsköpun hans. Oft er vísað til tenglsa hans við leikhúsið, sem vel á rétt á sér sökum þess að foreldrar hans eru báðir leikarar. Sjaldnar er þó talað um hlutverk tónlistar í lífi hans og því fannst höfundið kjörið að skrifa um hann á þeim nótum.
    Með því að rýna í listsköpun Ragnars og samband hans við tónlist með metamóderníska hugmyndafræði (sem færa má rök fyrir að hafi tekið við af póstmódernisma) og hljóðsmal (e. sampling) í huga sýnir ritgerð þessi fram á þá alsherjar samþættingu mynd- og tónlistar sem ferill Ragnars er. Hans helstu hugðarefni sem myndlistarmaður er að koma á framfæri tilfinningum sem hann kýs að tjá með hjálp tónlistarflutnings, hljóðfæraleiks, tónlistarmanna og hugmyndum þeirra.
    Ragnar er listamaður sem bæði á að taka alvarlega og ekki. Hann er gott dæmi um metamódernískann listamann sem vill láta í sér heyra en er meðvitaður um eigin galla (og mannkyns). Gjörninga- og myndbandsverkin hans Satan is Real (2004), Schumann Machine (2008), The Visitors (2012) og A Lot of Sorrow (2013-2014) eru rýnd í þessari ritgerð. Þar kallar Ragnar Kjartansson fram í huganum endurskoðun á gjörningalistaforminu og tónlistarflutningi yfir höfuð.

Samþykkt: 
  • 11.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30281


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Alexander_Jean_de_Fontenay_Metamóderníski_Hljóðsmalinn-Vægi_Tónlistar_Í_Verkum_Ragnars_Kjartanssonar.pdf45.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Alexander_Jean_de_Fontenay_Yfirlýsing_um_meðferð_lokaverkefna.pdf438.93 kBLokaðurYfirlýsingPDF