is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30283

Titill: 
 • Titill er á þýsku Martin Luther im Kampf gegen Papst Leo X. Was ermöglichte Luthers Erfolg im Kampf gegen die katholische Kirche?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Martin Luther var einn helsti frumkvöðull siðaskiptahreyfingarinnar í Þýskalandi. Gagnrýni Luthers á páfann og kirkjuna hafði í för með sér klofningu kirkjunnar í Evangelísk-Lúthers kirkja og Kaþólsku kirkjuna.
  Meðfylgjandi ritgerð er lögð fram til BA-prófs í þýsku við Háskóla Íslands á vorönn 2018. Þar er fjallað um Martin Luther, þýskan munk af Ágústínusarreglunni og prófessor í biblíufræðum og hans baráttu gegn kaþólsku kirkjunni. Ritgerðin gefur yfirlit um siðbótarmanninn Luther, auk þess sem hún fjallar stuttlega um þrjá helstu valdamenn þess: Karl V. keisara, Leo X. páfa og Friedrich III. kjörfürsta frá Saxlandi.
  Markmið ritgerðarinnar er að svara rannsóknarspurningunni, hvað það var sem studdi árangur Luthers í baráttunni gegn kirkjunni. Ritgerðin vísar í bakgrunn siðbótarinnar og helstu ástæður árangursins. Meðfylgjandi ritgerð er fróðlegt fyrir þá sem hafa áhuga á Martin Luther og þýsku sögunni.
  Þýðingarmestu ástæðurnar fyrir því að Martin Luther var ekki brenndur á báli eru helst þær, að of annríkt var hjá keisara Karli V. við að stjórna sínu víðlenta ríki og var því Þýskaland, sem einungis hluti þess, skilið útundan. Leo X. páfi veitti Luther heldur ekki nægilega snemma athygli og greip of seint í taumana. Þökk sé kjörfurstanum Friedrich III., sem margoft tókst með taktískum háttum að draga réttarhöldin yfir Luther á langinn. Eftir að Luther var gerður réttdræpur, tókst kjörfurstanum að fela Luther á Wartburg kastala. Þar faldi Luther sig í tæpt ár. Hann nytti tímann vel, skrifaði mörg rit sem skoðanabræður hans Melanchthon og Spalatin létu prenta fyrir hann í Wittenberg. Það var prentmiðlunni að þakka að ritin hans dreifðust á ofsahraða og Luther náði að byggja upp stóran hóp fylgismanna. Húmanistarnir fylgdu margir Melanchthon og voru andsnúnir kirkjunni, sem var Luther til framdráttar.
  Rannsóknarvinnan byggir á bóklegum heimildum auk örfárra viðurkenndra netheimilda (Mutschlechner).
  Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að Luther var mjög heppinn að Karl V. keisari og Leo X. páfi tóku ekki mark á honum í tæka tíð og að kjörfursti Friedrich tókst að breiða verndarvæng yfir Luther. Vinir og samherja hans auk prentsmiðjunnar svo og húmanistarnir, voru auk þess mikilvægur partur af árangursríkri baráttu Luthers gegn kirkjunni.

Samþykkt: 
 • 11.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30283


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Barbara Meyer BA Ritgerd2018.pdf706.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing skemma.pdf457.98 kBLokaðurYfirlýsingPDF