is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30284

Titill: 
  • Aukning umfangs og fjármagns í íslenskum körfuknattleik
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Körfuknattleikur hefur verið spilaður skipulega á Íslandi frá árinu 1951 þegar úrvalsdeildar karla var stofnuð. Íþróttin hefur breyst talsvert á þessum 67 árum og ber þá helst að nefna aukið fjármagn sem lagt er í körfuknattleiksdeildir landsins.
    Í ritgerðinni er að finna ítarlega umfjöllun um breytt umfang fjármagns í úrvalsdeild karla og hvernig sú breyting hefur áhrif á íþróttina í heild sinni.
    Þó að íþróttin sem slík hafi verið vinsæl hjá landsmönnum í mörg ár hefur áhuginn nýlega aukist talsvert. Helst er að þakka stóraukinni umfjöllun og umtali frá fjölmiðlum sem og frábærum árangri karlalandsliðs Íslands í körfuknattleik. Hér verður skoðað hvaða áhrif aukning á umfjöllun hefur haft á úrvalsdeildina í heild sinni sem og áhrifin á körfuknattleiksdeildir íþróttafélaganna.
    Við tölulegar greiningar verður aðallega stuðst við ársreikninga þriggja félaga sem eiga það sameiginlegt að hafa verið með meistaraflokk sinn í úrvalsdeildinni síðustu þrjú ár. Í ritgerðinni verður fjallað um breytingar á tekjum og gjöldum félaganna og farið er yfir hvernig þessi aukna velta kemur til. Á sama tíma eru teknar saman tölur yfir fjölda iðkenda og greint hvaða áhrif aukin umfjöllun og góður árangur íslenska landsliðsins hefur haft á þær.
    Einnig verður farið yfir hvaðan tekjur félaganna koma og í hvað þær eru notaðar og auk þess skoðuð fylgni árangurs liðanna í úrvalsdeildinni í við aukningu í rekstrartekjum félaganna.

Samþykkt: 
  • 11.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30284


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aukning umfangs og fjármagns í íslenskum körfuknattleik - lokaskil.pdf286,79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing .pdf1,06 MBLokaðurYfirlýsingPDF