is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30287

Titill: 
  • Ávísanir á þunglyndis-, róandi- og svefnlyf hjá ungu fólki fyrir og eftir bankahrun. Þversniðsrannsókn í Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Haustið 2008 varð efnahagskreppa hér á landi eins og víða annars staðar í heiminum. Áhrif hennar voru ekki aðeins fjárhagslegs eðlis því rannsóknir hafa sýnt fram á áhrif hennar á aðra þætti s.s. heilsu og heilsuhegðun. Meðal þess sem sýnt hefur verið fram á er breytt tíðni sjálfsvíga, áhrif á geðheilsu, lífstílsbreytingar og skyndileg aukning í komum á Hjartagátt vikuna sem bankarnir féllu. Lyfjanotkun á Íslandi hefur aukist með ári hverju og notkunin er almennt meiri hér á landi en í sambærilegum löndum. Þetta á einnig við um þunglyndis-, róandi- og svefnlyf. Tilgangur rannsóknar var að skoða þróun ávísana á þessi lyf fyrir ungt fólk, 18-35 ára, sem leitaði til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) á tímabilinu 2006-2016 og tengsl við efnahagshrunið 2008.
    Efni og aðferðir: Rannsóknin náði til allra ávísana á þunglyndis-, róandi- og svefnlyf hjá HH fyrir einstaklinga 18-35 ára á tímabilinu 2006-2016. Á þessum tíma var fjöldi íbúa á höfuðborgarsvæðinu í ofangreindum aldurshópi u.þ.b. 52.000-57.000. Gögn voru fengin úr Sögukerfi HH, fyrir rúmlega 23.000 einstaklinga. Rannsóknin var gerð með leyfi Vísindasiðanefndar (VSN-18-007) og Vísindanefndar HH/HÍ.
    Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu jukust útskrifaðir dagskammtar (DDD) róandi lyfja að meðatali um 3,0% (p<0,001) milli ára, svefnlyfja um 1,6% (p<0,001) og þunglyndislyfja um 10,5% (p<0,001). Frá 2008-2009 jukust útskrifaðir dagskammtar róandi lyfja um 22,7% (p<0,001), þar af um 12,9% (p<0,001) hjá konum og 39,5% (p<0,001) hjá körlum. Af þeim körlum sem fengu ávísað róandi lyfjum árið 2009 höfðu 35% ekki fengið ávísað lyfjunum árið áður. Í aðdraganda efnahagshrunsins, frá 2006-2008, var að meðaltali 13,6% (p<0,001) aukning á milli ára í útskrifuðum dagskömmtum svefnlyfja, þar af 24,4% (p<0,001) aukning hjá körlum og 7,8% (p<0,001) hjá konum. Ekki sást breyting í tengslum við lyfjaávísanir á þunglyndislyf á tímabilinu í kringum hrunið, en á síðustu árum hefur orðið veruleg aukning á ávísunum þessara lyfja.
    Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að aukið magn ávísaðra svefnlyfja fyrir hrun endurspegli aukna spennu í þjóðfélaginu. Í kjölfar hrunsins verður vart við aukið magn útskrifta á róandi lyf hjá báðum kynjum, en þó mun meira hjá körlum. Sú staðreynd að ekki varð sambærileg aukning í ávísuðu magni á þunglyndislyf á tímabilinu gefur til kynna að skjólstæðingar heilsugæslunnar hafi staðið frammi fyrir krísuástandi sem reynt var að leysa með lyfjum með skjóta verkun. Hugsanlegt er að skortur heilsugæslunnar á öðrum úrræðum á hruntímanum, eins og sálfræðimeðferð og samtalsmeðferð, hafi átt þátt í að beina þróuninni í þá átt að ávísa frekar ofangreindum lyfjum.

Samþykkt: 
  • 11.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30287


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
arni.arnarson.avisanir_a_thunglyndis_roandi_og_svefnlyf_hja_ungu_folki_fyrir_og_eftir_bankahrun.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2018-05-11 10.53.59.pdf1.15 MBLokaðurYfirlýsingPDF