is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30288

Titill: 
  • Íslenskar dans- og söngvamyndir: Með hliðsjón af Hollywood hefðinni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru íslenskar kvikmyndir teknar fyrir og skoðaðar út frá dans- og söngvamyndahefð Bandaríkjanna. Lítið hefur verið skrifað um dans- og söngvamyndir á íslensku og svo virðist sem að fyrirbærið „íslenskar dans- og söngvamyndir“ hafi ekki verið rannsakaðar áður á rituðu máli. Því er þessi ritgerð helguð því að kanna íslenskar dans- og söngvamyndir. Notast verður við ýmsar kenningar er varða bandaríska söngleikinn og þær skoðaðar með íslenskar dans- og söngvamyndir í huga.
    Rick Altman er miðlægur í þeim fræðum sem snúa að bandarískum dans- og söngvamyndum og því verður aðallega stuðst við kenningar Altmans er kemur að einkennum greinarinnar, til að mynda formgerð og stíl. Þar sem hér á sér stað frumvinna varðandi íslenskar dans- og söngvamyndir munu heimildir um íslenska söngleiki vera bundnar við dagblöð og tímarit.
    Kvikmyndirnar sem verða skoðaðar eru Hvítir mávar (1985, Jakob F. Magnússon), Í takt við tímann (2004, Ágúst Guðmundsson), Með allt á hreinu (1982, Ágúst Guðmundsson) og Regína (2001, María Sigurðardóttir). Ritgerðinni er skipt í tvo hluta, sá fyrri er fræðilegur og inniheldur fyrstu tvo kaflana. Í fyrsta kafla verður íslensk kvikmyndasaga skoðuð til þess að hægt sé að skilja hví svo fáar dans- og söngvamyndir hafa verið gerðar. Kaflinn verður ritaður út frá greinahefðum í íslenskri kvikmyndamenningu. Í öðrum kafla verður farið yfir helstu einkenni dans- og söngvamynda og verður þeim einkennum beitt á fjórar ofangreindar kvikmyndir sem fá allar sinn eigin kafla. Út frá þessum fjórum rannsóknardæmum verður skoðað fyrirbærið „íslenskar dans- og söngvamyndir“ og hvort þar finnist sameiginleg einkenni. Þessir seinni fimm kaflar falla undir síðari hluta ritgerðarinnar sem er tileinkaður greiningu.

Samþykkt: 
  • 11.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30288


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Katla-Íslenskar dans- og söngvamyndir.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf389.37 kBLokaðurYfirlýsingPDF