is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30292

Titill: 
  • Áhrif breytinga á lögum um hlutafélög nr. 2/1995 á kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja á Íslandi. Hefur lagabreytingin haft óbein áhrif á kynjahlutföll framkvæmdastjórna fyrirtækja á hlutabréfamarkaðinum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur ritgerðinnar er að skoða áhrif lagabreytingar nr. 13/2010 á lögum nr. 2/1995 um hlutafélög á kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja á Íslandi. Þá verður einnig kannað hvort lagabreytingin hafi óbein áhrif á framkvæmdastjórnir með því að kanna upplifun kvenna á lögunum og hvort frekari aðgerðir eigi við um framkvæmdastjórnir.
    Til þess að kanna sem best upplifun kvenna var notast við eigindlega rannsóknaraðferð við öflun gagna, tekin voru þrjú óstöðluð viðtöl við þrjár konur sem allar hafa það sameiginlegt að sitja í stjórn fyrirtækja á íslenska hlutabréfamarkaðinum. Ákveðin voru þemu út frá viðtölunum og niðurstöður greindar út frá þeim. Þar sem viðtölin voru aðeins þrjú er ekki hægt að alhæfa um upplifun allra kvenna sem sitja í stjórn fyrirtækja út frá niðurstöðunum þátttakenda. Viðtölin gefa hins vegar sterkar vísbendingar um hver upplifun þeirra er. Þróun kvenna á vinnumarkaðinum fer vaxandi, sérstaklega með inngripum ráðamanna á Íslandi en hins vegar er ekki mikil hreyfing á kynjahlutföllum í framkvæmdastjórn fyrirtækja á hlutabréfamarkaðinum. Viðmælendur voru allir sammála um að þörf væri á breytingu til að hægt væri að koma fleiri konum í framkvæmdastöður á Íslandi. Þó eru misjafnar skoðanir á því hvaða aðgerðir væru best til þess fallnar.

Samþykkt: 
  • 11.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30292


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing Skemman.pdf30.66 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BS Ritgerð Tilbúin FD 11.maí.pdf1.93 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna