is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30294

Titill: 
  • Notkun LSN á Íslandi 2008 - 2017: Ferilrannsókn á lyfjanotkun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Notkun á lágskammta naltrexone (LSN) hefur farið vaxandi við meðhöndlun á heila- og mænusiggi, svæðisgarnabólgu og vefjagigt. Takmarkaðar upplýsingar eru til um virkni og umfang slíkrar meðferðar á heimsvísu, þó liggja fyrir upplýsingar, meðal annars úr þremur blindum slembirannsóknum, þar sem litlir hópar sjúklinga með ofangreinda sjúkdóma hefur verið fylgt eftir. Niðurstöður blindra slembirannsókna benda til þess að LSN hafi marktæk bætandi áhrif á líðan þátttakenda. Litlar upplýsingar eru hins vegar að finna um umfang notkunar á LSN á Íslandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að gefa skýrari mynd af notkun LSN á Íslandi frá 2008 – 2017.
    Efniviður og aðferðir: Sótt var um leyfi hjá embætti landlæknis um að fá aðgang að upplýsingum varðandi LSN meðferð á rannsóknartímabilinu úr lyfjagagnagrunni. Fengnar voru upplýsingar um fjölda einstaklinga sem leystu út ávísun fyrir LSN auk kyns, aldurs, fjölda ávísana og afgreiðsluár ásamt upplýsingum um meðferðaraðila. Jafnframt var óskað eftir fjölda einstaklinga sem leystu út LSN samhliða ópíóð lyfjum.
    Niðurstöður: Fyrsta lyfjaávísunin af LSN var leyst út árið 2010 og voru tveir einstaklingar sem leystu út ávísun fyrir LSN það árið, samanborið við 292 árið 2013 og 734 árið 2016. Hlutfall þeirra einstaklinga sem leystu út ávísun fyrir LSN árið 2016 var 0,22% af þjóðinni. Konur voru í miklum meirihluta eða rúm 87,3% og 57,0% einstaklinga voru í aldursflokknum 40–55 ára. Á einum áratug hafa 7.405 ávísanir fyrir LSN verið leystar út. Á árunum 2015 og 2016 voru samtals 3.542 ávísanir leystar út eða 47,8%. Frá 2013 - 2017 voru 34,8% einstaklinga sem leystu út ávísun fyrir LSN samhliða ópíóð lyfjum.
    LSN er framleitt af tveimur fyrirtækjum á Íslandi; Árbæjarapóteki frá því 2012 og Pharmarctica frá 2017. Árbæjarapótek hefur tekið á móti 7.280 ávísunum eða 98,3% af heildarfjölda ávísana. Pharmarctica hefur tekið á móti 144 ávísunum. Skammtastærðir fyrir LSN eru einstaklingsbundnar en skammtur á bilinu 3 – 4,5 ml er algengastur (3 – 4,5 mg). Árbæjarapótek framleiðir 1 mg/ml af LSN í 135 ml flöskur en Pharmarctica framleiðir 1 mg/ml af LSN í 100 ml flösku. Frá 2013 til 2017 fengu 47,9% einstaklinga aðeins eina til þrjár pakkningar af LSN. Í heildina var 531 læknir sem gaf út ávísun fyrir LSN á rannsóknartímabilinu. Af þeim voru 57,1% með skráða sérgrein. Fleiri karlkyns (N = 335) en kvennkyns (N = 185) gáfu út ávísun fyrir LSN og voru karlarnir eldri (μ = 52,0 ár) en konurnar (μ = 40,2 ár). Langflestir meðferðaraðilar voru með sérfræðimenntun á sviði heimilislækninga.
    Ályktanir: Töluverð aukning hefur átt sér stað í ávísunum á LSN frá 2013 á Íslandi. Sambærileg aukning átti sér stað í Noregi þar sem 0,3% af landsmönnum þar í landi hafði leyst út LSN frá 2013 til 2014. Konur eru í miklum meirihluta meðal þeirra sem leysa út ávísun fyrir LSN og meirihluti einstaklinga eru í aldursflokki 40 – 55 ára, sem kemur ekki á óvart þar sem grunur leikur á að meirihluti einstaklinga fái LSN gegn vefjagigt. Þá er athyglisvert að langflestir fá eingöngu eina til þrjár uppáskriftir á LSN, sem bendir til þess að skoða þurfi virkni lyfsins sérstaklega og er vinna í þeim efnum hafin. Frá 2013 til 2017 voru 34,8% sem leystu út ávísun fyrir LSN samhliða ópíóð lyfjum og væri fróðlegt að skoða hvort að breytingar á ópíóðnotkun hafi átt sér stað hjá einstaklingum sem leystu út fjórar eða fleiri ávísanir af LSN samanborið við einstaklinga sem leystu út færri en fjórar ávísanir.

Samþykkt: 
  • 11.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30294


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Notkun LSN á Íslandi 2008 - 2017.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
YfirlysingSigrunJonsdottir.pdf182.35 kBLokaðurYfirlýsingPDF