is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30299

Titill: 
  • Bláa Lónið. Stefna í reynd
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Til rannsóknar í þessari ritgerð er stefna í reynd hjá Bláa Lóninu. Bláa Lónið hefur vaxið ört undanfarin ár og því er áhugavert að skoða hvernig stefnumiðuðu starfi innan fyrirtækisins er háttað. Áhersla er á iðkendur (e. practitioners), starfshætti (e. practices) og iðkun (e. praxis), sem sagt stefnu í reynd. Stefna er séð sem félagsleg iðkun, eitthvað sem skipulagsheildir gera en ekki eitthvað sem þær hafa. Til að setja nálgun stefnu í reynd í samhengi við fræðin er fjallað um þær nálganir sem á undan komu og hvernig stefna í reynd kemur fram sem mótsvar við klassískum stjórnarkenningum. Áhersla stefnu í reynd er á einstaklinga, samspil þeirra og atferli. Hvernig einstaklingur skilur aðstæður út frá eigin reynslu og samhengi. Hvernig orðræða og frásagnir innan skipulagsheilda móta skilning einstaklingsins á sama tíma og þessir sömu þættir hafa áhrif á stefnu. Stefnu má greina sem frásögn sem býr yfir uppbyggjandi kröftum og sem rammar inn umhverfið. Í þessari rannsókn var rætt við átta stjórnendur hjá Bláa Lóninu, þannig var fengin góð mynd af því hverjir væru iðkendur, hvaða starfshætti væri stuðst við og hvernig stefnan væri iðkuð innan fyrirtækisins.
    Rannsóknin leiddi í ljós hvernig stefnumiðuðu starfi fyrirtækis er háttað, viðmælendur voru sammála um eðli þess en lykilinn að ferlinu má finna í stefnu sem frásögn. Stefna Bláa Lónsins snýr að upplifun gesta og frásögnin er upplifunarferlið. Þessu ferli er stýrt í gegnum orðræðu sem mótast út frá gildum fyrirtækis. Fyrirtækjamenning spilar stórt hlutverk en einstaklingur lærir í gegnum hana að skilja aðstæður og atburði og bregðast rétt við. Stefnan virkar sem sameiningarafl en gildin gera það að verkum að allir starfsmenn geta samsamað sig kjarnanum í starfseminni þrátt fyrir að gegna ólíkum störfum.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð í 5 ár með samþykki viðskiptafræðideildar.
Samþykkt: 
  • 11.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30299


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing.pdf669.74 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MS ritgerð..pdf1.14 MBLokaður til...23.06.2023HeildartextiPDF