is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3030

Titill: 
 • Waste Heat Utilization at Elkem Ferrosilicon Plant in Iceland
Titill: 
 • Varmaendurvinnsla hjá Elkem á Grundartanga
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessa verkefnis er að skoða varmaenduvinnslu hjá Elkem á Grundartanga
  með áherslu á raforkuframleiðslu en einnig er nýting varmans í hitaveitu og gufu
  framleiðslu athuguð. Járnblendið framleiðir í dag tvær afurðir, kísiljárn og kísilryk,
  en einnig er möguleiki á að framleiða þriðju afurðina með því að nýta afgangsvarma.
  Orku- og exergíugreining er beitt á ofn 3 hjá Elkem og styðjast þær greiningar við
  mælingar og gögn frá Járnblendinu. Framleiðsla á kísiljárni hefur með sér í för mikla
  exergíu eyðingu sem er metin sem 46.5 MW og exergíu nýting ofnsins er áætluð um
  30 %. Orkugreiningin leiðir í ljós að mikið af orkunni sem fer í framleiðsu á kísiljárni
  skilar sér sem afgangsvarmi út í umhverfið. Af þeim 98 MW af orku sem lagt er inn í
  framleiðsluferlið skila sér aðeins 35.6 MW sem efnaorka í framleiðsluafurðinni. Gerður
  er samanburður nokkrum uppsetingum á ORC og gufu Rankine vinnuhringjum gefa
  bestu uppsetningarnar af hvoru fyrir sig um 10 MW og 8 MW. Ef varminn væri
  notaður til að framleiða heitt vatn þá myndi fást 11800 m3 /dag af 80°C heitu vatni.
  Athugun á stofnkostnaði við þær tvær bestu uppsetningar á ORC og gufu Rankine
  vinnuhring, grundvallað á gefnu afli, gefur að kostnaðurinn er um 2.5 milljarðar við
  gufu Rankine og 4.3 milljarðar við ORC með 50 % óvissu.

Styrktaraðili: 
 • Elkem Ísland
Samþykkt: 
 • 11.6.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3030


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
heh5_fixed.pdf2.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna