Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30304
Viðfangsefni þessa verkefnis er að skoða þróun þjóðernisbaráttu í Katalóníu yfir tæplega fjörutíu ára stjórnartíð einræðisherrans Fransiskó Frankó. Þegar Frankó kemst til valda eftir sigur í spænska borgarastríðinu missir Katalónía þau sjálfstjórnarréttindi sem hún hafði hlotið á tímum annars lýðveldisins. Auk þess að afnema almenn lýðræðisleg réttindi á Spáni þá leggur spænska stjórnin sérstaka áherlsu á að ná fram menningarlegri einsleitni í landinu og yfirráðum spænska tungumálsins umfram tungumál minni þjóðernishópa í landinu. Áhrif þessarar stefnu eru því sérstaklega mikil í Katalóníu þar sem opinber notkun katalónsku, fáni Katalóníu og þjóðsöngur þeirra eru bönnuð.
Í ritgerðinni er rakið hvernig ýmsar stofnanir og samfélagshópar halda uppi katalónskri menningu og tungu í ófrjálsu samfélagi og berjast fyrir endurheimt katalónskra sjálfstjórnarréttinda. Sérstök áhersla er lögð á að skoða áhrif kaþólsku kirkjunnar, katalónska kommúnistaflokksins, starf innan háskólanna og tónlistarhreyfingarinnar Nova Cançó á þróun baráttunnar. Undir lok stjórnartímans er þjóðernishreyfingin orðin að fjöldahreyfingu þar sem mismunandi hópar hafa sameinast í baráttunni fyrir lýðræðislegum réttindum og sjálfstjórn í Katalóníu en einnig gegn einræðisstjórninni og fyrir frelsi í landinu almennt. Þá er greint frá því hvernig fjöldahreyfingin hefur áhrif á stöðu Katalóníu innan lýðræðisríkisins Spánar eftir fráfall Frankó og af því tilefni eru ný stjórnarskrá Spánar og sjálfstjórnarsamþykkt Katalóníu sérstaklega skoðaðar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
baritgerd.sigurdurfreyr.pdf | 392,55 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
medferdlokaverkefna.pdf | 304,22 kB | Lokaður | Fylgiskjöl |