is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30309

Titill: 
  • Greiðslumiðlun framtíðarinnar: Áhrif smáforrita sem greiðsluleið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Greiðslumiðlun er í stöðugri þróun og nýsköpun vegna möguleika sem fjártækni býður upp á. Innganga fjártækni hefur skapað nýtt umhverfi fyrir fjármálamarkað sem hefur kallað á að innleiða þurfti nýjar tilskipanir í lög um greiðslumiðlun. Þessar tilskipanir bjóða upp á ný tækifæri og breyta landslagi greiðslumiðlunar fyrir þjónustuveitendur, neytendur og samkeppni á markaði.
    Í upphafi ritgerðar verður skoðað hvað felst í hugtakinu greiðslumiðlun og helsta greiðslumiðli undanfarinna ára, greiðslukortunum. Í framhaldi verður skoðaður mesti áhrifavaldur breytinga á sviði greiðslumiðlunar sem er fjártæknin. Hún hefur haft í för með sér tvær tilskipanir í lögum um greiðslumiðlun, síðari tilskipunin er talin eiga eftir að hafa verulegar breytingar á greiðslumiðlun í för með sér um allan heim.
    Í seinni hluta ritgerðarinnar verða smáforrit sem framkvæma greiðslur skoðuð. Öryggi og greiðslukerfi þeirra verða borin saman við eldri greiðsluleiðir. Markaður smáforrita sem framkvæma greiðslur hérlendis verður einnig skoðaður til að sjá hversu langt í þróuninni markaðurinn er kominn. Stutt könnun var sett fram til að kanna viðhorf og notkun einstaklinga á smáforritum sem framkvæma greiðslur til stuðnings þess hversu langt markaðurinn er kominn. Til samanburðar var markaður nágrannalandanna, Danmörku, Svíþjóðar og Noregs skoðaður. Norðurlöndin eru talin mjög framarlega í greiðslum gegnum snjallsíma. Síðast verður rétt þreifað á Bandaríkjamarkaðnum til að sjá hversu langt markaðurinn í heild er kominn þar sem spáð er að tæknirisar eins og Facebook og Amazon muni koma inn á markaðinn með greiðslulausnir eftir að önnur tilskipun hefur verið innleidd.

Samþykkt: 
  • 14.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30309


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greiðslumiðlun framtíðarinna - lokaskil.pdf937.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
[Untitled].pdf29.53 kBLokaðurYfirlýsingPDF