is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30314

Titill: 
 • Samkeppni á gæludýramarkaði: Aukning í umhirðu ferfætlinga
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er leitað svara um samkeppni á gæludýramarkaði á Íslandi. Rannsóknin er afmörkuð við hunda og einungis á höfuðborgarsvæðinu þó sumar tölur sem komi fram séu fyrir gæludýramarkaðinn sem heild og fyrir allt landið. Safnað var saman öllum fyrirliggjandi gögnum sem hægt var, meðal annars tölum frá Gallup, Hagstofu Íslands, fyritrækinu Gæludýr.is sem og ársreikningum frá Keldunni. Einnig var íslenski markaðurinn borinn saman við þann norska til þess að sjá hvað væri líkt með þessum tveimur mörkuðum. Það er áhugavert að sjá hvernig norski markaðurinn ber sig að miðað við þann íslenska og sjá hvað þeir hafa margt sameiginlegt. Að auki var gerð könnun með aðferðum Top of mind og niðurstöður úr henni nýttar til ályktana. Hundamakaðurinn var skoðaður sem aðskilinn markaður frá katta, fiska, fugla og nagdýramarkaði og takmarkast hann við hve mörg heimili á höfuðborgarsvæðinu halda hunda og rekstrarkostnað sem fyrlgi þeim. Stærð markaðarins var metin út frá veltu sem gefin er upp á ársreikningum á keldunni og markaðshlutdeild einnig reiknuð út frá þeim.
  Rannsóknarspurningarnar sem skoðaðar voru eru þrjár eftirfarandi sem og helstu niðurstöður úr hverri þeirra.
  1. Hver er stærð hundamarkaðarins á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi?
  Stærð hundamarkaðarsins í veltu nam rúmum milljarð íslenskra króna.
  2. Hver er markaðshlutdeild helstu fyrirtækja á hundamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu?
  Markaðshlutdeild þriggja stærstu fyrirtækjanna á höfuðborgarsvæðinu skiptist þannig að Gæludýr.is er með 51% markaðshlutdeild, Dýrabær með 19% og Dýraland með 12%.
  3. Hver er vitundarleg og ímyndarleg staða Gæludýr.is meðal markhópsins?
  Vörumerkjavitund Gæludýr.is er til staðar en þar tókst aðeins að mæla vitundarlega stöðu sem var um 60%. Ímyndarleg staða er því enn ókönnuð.
  Samkvæmt þessu má álykta að gæludýramarkaðurinn er stór og möguleikar til hagnaðar til staðar. Mikill munur er í markaðshlutdeild fyrirtækja á markaði og mörg fyrirtæki sem skipta með sér undir 20% markaðarins á meðan Gæludýr.is tekur til sín rúmlega helming.

Samþykkt: 
 • 14.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30314


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samkeppni á gæludýramarkaði.pdf9.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_16 (1).pdf11.9 kBLokaðurYfirlýsingPDF