is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30316

Titill: 
  • Hvernig nýtir Icelandair tæki markaðsfræðinnar sér til framgangs?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar var að kanna hvernig Icelandair nýtir ákveðin tæki markaðsfræðinnar sér til framgangs. Félagið er eitt það elsta og þekktasta sem starfar á Íslandi. Með auknum straumi erlendra ferðamanna til landsins og aukinni samkeppni er mikilvægt fyrir félagið að viðhalda sterku vörumerki sínu.
    Þessi ritgerð hefst á stuttri umfjöllun um sögu Icelandair áður en kafað er í fræðin á bakvið vörumerki og hvaða ávinning sterkt vörumerki hefur fyrir fyrirtæki og viðskiptavini þess. Því næst er fræðileg umfjöllun um ákveðin tæki markaðsfræðinnar og fjallað um mikilvægi þeirra fyrir fyrirtæki. Tekið var viðtal við Guðmund Óskarsson, framkvæmdarstjóra sölu- og markaðssviðs Icelandair, til að fá betri innsýn í notkun félagsins á þeim tækjum markaðsfræðinnar sem tekin eru fyrir í ritgerðinni.
    Samanburður á tækjum markaðsfræðinnar og notkun Icelandair á þeim gefur til kynna að félagið nálgast þau á faglegan og skilvirkan máta. Félagið er með skýra stefnu um vörumerkið og möntru sem endurspeglast í starfsemi þess. Félagið leggur mikið upp úr samfélagslegri ábyrgð og skarar fram úr í þeim efnum. Icelandair gæti þó aðgreint sig betur frá lággjaldaflugfélögum þegar kemur að einstaka þrepum virðispýramída félagsins.

Samþykkt: 
  • 14.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30316


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvernig nýtir Icelandair tæki markaðsfræðinnar sér til framgangs - Lokaskil.pdf981.17 kBLokaður til...23.06.2048HeildartextiPDF
Útfyllt yfirlýsing um meðferð lokaverkefna - Pjetur Stefánsson.pdf264.64 kBLokaðurYfirlýsingPDF