Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30320
Í þessari ritgerð er fjallað um lestur og greiningu ársreikninga. Ársreikningar Origo hf. síðustu 10 ára verða teknir fyrir og greindir. Ákvarðanir stjórnar og stjórnenda fyrirtækisins ásamt öðrum atburðum verða skoðaðar til hliðsjóðar við greininguna.
Markmið verkefnisins er að athuga hvort þær ákvarðanir sem teknar hafa verið til að bæta stöðu fyrirtækisins eða til að bregðast við einstökum atvikum innan þess endurspeglist í ársreikningnum. Þær aðferðir sem notaðar verða við greiningu ársreikninganna eru lárétt og lóðrétt greining ásamt kennitölugreiningu en þessar þrjár aðferðir eru langmest notaðar þegar rýnt er í innihald ársreikninga.
Helstu tölur úr rekstrarreikningi, efnahagsreikningi og sjóðstreymi Origo hf. verða skoðaðar og greindar nánar ár frá ári. Því næst verður farið dýpra í greiningu einstakra talna og niðurstöður í ársreikningnum og atburðir innan fyrirtækisins tengdir við.
Við greininguna verða endurfjármagnanir fyrirtækisins við lánastofnanir skoðaðar sérstaklega, hlutafjáraukning þess og fjárfestingar svo dæmi séu tekin og borin saman við ársreikninga og breytingar þeirra milli ára.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Greining_arsreikninga_Lokaskil.pdf | 669.19 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_JKG.pdf | 40.55 kB | Lokaður | Yfirlýsing |