is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30322

Titill: 
  • „Hér innanhúss eru drottningar af báðum kynjum”: Samskipti og lausn ágreinings í starfi millistjórnenda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn fjallar um upplifun og reynslu deildarstjóra í grunnskólum af samskiptum og lausn ágreinings í starfi sínu. Til samanburðar er skoðuð upplifun og reynsla millistjórnenda í einkafyrirtækjum. Miklar breytingar eru í gangi í grunnskólunum með nýrri aðalnámskrá, kennarar kvarta undan miklu álagi, kjaradeilur eru viðvarandi og veikindaforföll eru í sögulegu hámarki. Í ljósi þessa var skoðað í rannsókninni hvort munur væri á upplifun millistjórnandanna eftir því hvort þeir störfuðu í grunnskóla eða í einkafyrirtæki. Einnig var skoðuð upplifun millistjórnendanna af áhrifum erfiðra samskipta á líðan þeirra og heilsutengda hegðun. Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferðafræði og notuð var tilviksrannsókn. Tekin voru viðtöl við átta millistjórnendur sem búsettir voru á mismunandi stöðum á landinu.
    Helstu niðurstöður benda til að störf millistjórnenda í grunnskólum og einkafyrirtækjum séu um margt lík. Sjá má þó að samskiptaþátturinn vegur þyngra í starfi deildarstjóranna og eins meta þeir erfiðara að samræma vinnu og einkalíf en aðrir millistjórnendur í þessari rannsókn. Enginn millistjórnendanna hafði fengið endurgjöf frá yfirmanni varðandi lausn ágreinings og einungis tveir höfðu fengið einhvers konar þjálfun en það höfðu þeir gert að eigin frumkvæði. Millistjórnendurnir höfðu aðallega lært af reynslunni en voru sammála um að vilja gjarnan fá þjálfun. Fram kom að millistjórnendurnir voru líklegri til að nota samvinnumiðaðar aðferðir við lausn ágreinings, leggja áherslu á hlustun og að setja sig í spor annarra. Óháð skipulagsheild lýstu millistjórnendurnir mikilli þreytu eftir að hafa átt í erfiðum samskiptum og að erfiðustu málin hefðu áhrif þegar heim væri komið. Niðurstöður voru ekki skýrar varðandi áhrif á heilsutengda hegðun. Nokkrir viðmælendanna sáu tengsl þar á milli en aðrir ekki eða treystu sér ekki til þess að meta það.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingu um að nokkuð skorti á þjálfun og endurgjöf til millistjórnenda varðandi lausn ágreinings. Draga má þá ályktun að yfirmenn millistjórnandanna mættu fylgja betur eftir ágreiningsmálum sem millistjórnendur sinna með bættri endurgjöf og eins að bjóða ætti upp á meiri þjálfun á þessu sviði. Niðurstöðurnar varpa ljósi á rannsóknarefnið og veita innsýn í samskipti og lausn ágreinings í starfi millistjórnanda en þörf er á frekari rannsóknum.

Samþykkt: 
  • 14.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30322


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vaka-Ottarsdottir_MS_2018.pdf1.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Vaka-MSc-yfirlysing.pdf13.8 MBLokaðurYfirlýsingPDF