is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30324

Titill: 
  • Breytt landslag á fjármálamarkaði: PSD2, fjártækni og breyttar kröfur neytenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hröð þróun stafrænnar tækni ásamt nýrri tilskipun Evrópusambandsins um greiðsluþjónustu (PSD2) er að valda skjálfta í evrópska bankageiranum. Bankar framtíðarinnar verða að öllum líkindum mjög frábrugðnir því sem við þekkjum í dag. Eftirspurn neytanda eftir aðgengilegri og hraðari fjármálaþjónustu hefur verið mikilvægur þáttur í að drífa áfram þær miklu breytingar sem eru að eiga sér stað á markaði. Ritgerð þessi fjallar um tilkomu og innleiðingu PSD2 og áhrif fjártækni á viðskiptabankastarfsemi og fjármálakerfið í heild. Gríðarleg samkeppnistækifæri eru að opnast og munu bankar þurfa að bregðast við markaðssókn nýrra aðila. Fyrirtæki sem alla jafna starfa ekki á sviði fjármálaþjónustu hafa verið að sækja fram á fjármálamarkað líkt og Google og Amazon. Það gefur auga leið að bankar þurfa að bregðast við þeim áskorunum sem breyttar aðstæður á fjármálamarkaði bera í skauti sér. Það eru ekki einungis ógnanir sem herja að heldur eru einnig ýmis tækifæri. Telja má að bankastarfsemi muni gerbreytast á næstu árum en þó verði alltaf ákveðinn hluti fjármálaþjónustu þar sem bankar bera höfuð og herðar yfir aðra aðila. Nýir þátttakendur munu eflaust sinna einhverjum hluta af miðlunarhlutverki bankanna, þar eða að breyta sparnaði í fjárfestingu, en það verða alltaf einhverjar fjármálaafurðir sem þeir geta ekki og vilja ekki bjóða upp á því það er ekki hagkvæmt fyrir þá. Lög um fjármálafyrirtæki tryggðu bönkunum löngum einkarétt á fjárhagsgögnum viðskiptavina, sem veitti þeim sterka sérstöðu á markaði. Með því að veita aðgengi að greiðslukerfum sínum geta þeir safnað upplýsingum um einstaklinga og öðlast yfirlit yfir viðskiptasögu þeirra. Út frá þessu upplýsinganeti er síðan hægt að leggja mat á greiðslugetu og áhættu í viðskiptum og þannig verðleggja lán og aðra tekjuskapandi þjónustuþætti. Kostnaðargreiningar í nágrannalöndum okkar sýna fram á að afnot að greiðslukerfum sé undirverðlagður þjónustuþáttur, enda búi mikil verðmæti í þeim gögnum sem að baki liggja. Grundvallarbreytingar verða á viðskiptabankastarfsemi þegar þeir verða skyldugir til að veita þriðja aðila aðgang að þessum gögnum. Því er nokkuð ljóst að þótt PSD2 fjalli um greiðsluþjónustu mun áhrifa þeirra gæta í víðtækara samhengi, í raun er verið að móta framtíð fjármálaþjónustu með opnun fjármálamarkaða.

Samþykkt: 
  • 14.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30324


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
final_BS.pdf904.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf699.27 kBLokaðurYfirlýsingPDF