is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30325

Titill: 
  • Af áhrifum menntunar stúlkna á hagvöxt: Samanburður á Níger og Botsvana
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í heimi þar sem íbúar jarðar hafa aldrei verið ríkari, heilbrigðari eða betur menntaðir en nú er það þó staðreynd að tækifæri milljóna barna eru skert vegna uppruna, samfélags sem þau tilheyra, kyns eða annarra aðstæðna sem þau eru fædd inn í. Í þessari ritgerð er fjallað um áhrif menntunar stúlkna og afleiðingar kynjabils í menntun á hagvöxt ríkja. Sérstök áhersla er lögð á menntun stúlkna í þróunarlöndum en þar gengur að jafnaði hægt að loka kynjabilinu í menntun. Markmið verksins er að skoða hvort og hvernig aukin menntun stúlkna geti stuðlað að auknum hagvexti í þróunarlöndum.
    Til að greina áhrif menntunar stúlkna á hagvöxt eru notuð hugtökin mannauður og frjósemishlutfall og í fyrri hluta verksins er sambandi þeirra við hagvöxt gerð skil. Fjallað er um hugmyndir, kenningar og rannsóknir er varða menntun stúlkna í þróunarlöndum og sambandi og tengslum við lykilhugtökin tvö. Í síðari hluta verksins er kenningarlegri umfjöllun beitt til þess að skoða áhrif menntunar stúlkna á hagvöxt í tveimur ríkjum, Níger og Botsvana.
    Helsta niðurstaða verksins er sú að fjárfesting í menntun stúlkna reynist hafa jákvæð áhrif á hagvöxt á þann hátt að auka tekjur á mann á tvo vegu með því að draga úr frjósemishlutfalli annars vegar og auka mannauð og þar með framleiðni einstaklingsins hins vegar. Þessi niðurstaða kemur fram í greiningu á efnahagslegu umhverfi sem og stöðu og sögu menntakerfis Níger og Botsvana. Ályktun sem draga má af niðurstöðum þessa verks bendir til þess að með því að loka kynjabili í menntun á heimsvísu myndu líkurnar á því að hagvöxtur ykist í hagkerfum heimsins aukast.

Samþykkt: 
  • 14.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30325


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SteinunnBAritgerð.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemmanyfirlýsing.pdf191.98 kBLokaðurYfirlýsingPDF