is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3033

Titill: 
  • Vöðvafíkn: Áhrif menningar á sjálfsmynd karlmanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er skoðað hvernig karlmannslíkaminn er sýndur í fjölmiðlum og hvort tenging sé á milli þess hvernig hann er sýndur og þróun vöðvafíknar hjá körlum. Hún byggir alfarið á fyrri rannsóknum og kenningum um efnið. Þær rannsóknir sem vitnað er í sýna að ímynd karlmannslíkamans hefur breyst í fjölmiðlum. Meðal annars er hann meira notaður í auglýsingar á varningi, nektarfyrirsætur á ljósmyndum í blaðinu Playgirl hafa bætt á sig vöðvum jafnt og þétt í gegnum árin og vöðvar hafa verið auknir og fita skorin niður á karlkyns leikfangabrúðum. Rannsóknir á því hvaða áhrif þessar birtingarmyndir hafa á sjálfsmynd karla benda til að þær auki óánægju þeirra með líkama sinn. Einnig benda rannsóknir til þess að leikfangabrúðurnar hafi áhrif á hvernig ungir drengir líta á karlmannslíkamann og koma inn hjá þeim þeirri ímynd að hann eigi að vera vöðvastæltur og stór. Svo virðist einnig sem líkamsímynd sé menningartengd og eru vestrænir karlmenn hvað óánægðastir með líkama sinn á meðan kynbræður þeirra í Tævan og Kenya virðast mun sáttari við sinn líkama. Þessi munur getur hugsanlega verið tilkominn af því hvernig karlmannslíkaminn er sýndur í fjölmiðlum í hinum vestræna heimi.

Samþykkt: 
  • 12.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3033


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
vöðafíkn_fixed.pdf267.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna