is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30335

Titill: 
  • Að ylja sér við fróðleikinn: Hversdagslíf alþýðufræðimannsins Þórðar Þórðarsonar Grunnvíkings
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um alþýðufræðimanninn og skáldið Þórð Þórðarson Grunnvíking sem lifði og starfaði á Vestfjörðum upp úr aldamótum 1900 og þá sérstaklega dagbækur sem hann hélt frá júní 1907 til loka júlímánaðar 1913. Þórður var sárafátækur alla sína ævi og hafði fyrir stórri fjölskyldu að sjá. Í ritgerðinni verður sjónum beint að því hvernig Þórður sinnti hugðarefnum sínum og að tilraunum hans til að framfleyta sér og fjölskyldu sinni á hæfileikum sínum. Þórður verður tekinn til rannsóknar sem einn úr hópi hinna berfættu sagnfræðinga, sem hafa verið viðfangefni Sigurðar Gylfa Magnússonar, Davíðs Ólafssonar, í samhengi við handritamenningu og áhrif hennar á dreifingu alþýðumenningar og útbreiðslu lestrarkunnáttu. Samskipti og tengslanet berfættra sagnfræðinga og hlutverk Þórðar innan þess verða einnig tekin til athugunar. Til þess verða notaðar einsögulegar aðferðir. Þannig verða dagbækur hans notaðar sem aðalheimild til þess að varpa ljósi á Þórð sem einstakling og atbeina hans innan samfélags síns. Færð verða rök fyrir því að Þórður hafi haft stöðu fræðimanns í samfélagi sínu, og vegna þess hafi hann notið vinsælda og stuðnings frá samferðafólki sínu sem styðja vildi við bókmennta- og menningastarf.

Samþykkt: 
  • 14.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30335


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nanna - Scanned Document.pdf859.72 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BA-ritgerð - LOKA2.pdf473.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna