is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30336

Titill: 
  • Rhesus D mótefni á meðgöngu árin 1996-2015
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: RhD misræmi milli móður og fósturs er mikilvægasta orsök alvarlegs fóstur- og nýburablóðrofs (FNB). Á Íslandi hafa RhD neikvæðar konur verið í sérstöku eftirliti í mæðravernd auk þess að fá RhD immunoglóbúlín (RhIg) eftir barnsburð RhD jákvæðs barns. Þessar Rhesusvarnir hafa dregið verulega úr tíðni anti-D mótefna í meðgöngu. Í upphafi árs 2018 var tekið upp nýtt verklag fyrir Rhesusvarnir á meðgöngu þar sem skimað er fyrir RhD flokki fósturs á 25.viku og móður boðið RhIg á 28.viku meðgöngu sé fóstur RhD jákvætt. Markmið þessarar rannsóknar var að rannsaka nýgengi, orsakir og afleiðingar anti-D mótefna í meðgöngu árin 1996-2015 á Íslandi. Efni og aðferðir: Gögn um konur með anti-D í meðgöngu á rannsóknartímabilinu fengust úr gagnagrunni Blóðbankans yfir rauðkornamótefni á meðgöngu. Gögn um meðgöngur, fæðingar og nýbura fengust úr fæðingaskrá og úr sjúkraskrám Landspítala. Upplýsingar um blóðflokka- og mótefnagreiningar fengust úr ProSang grunni Blóðbankans. Gögnum var safnað í Excel grunn og tölfræði var unnin í Rstudio. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu 1996-2015 voru skráðar 130 meðgöngur kvenna með anti-D mótefni. Í 80 meðgöngum höfðu anti-D mótefni ekki greinst áður og var nýgengi anti-D á meðgöngu því fjórar konur á ári. Í 41 tilfelli greindist anti-D fyrst á síðasta þriðjungi meðgöngu (51,25%), 25 á öðrum þriðjungi (3125%) og 14 á fyrsta þriðjungi (17,50%). Þegar hugsanlegar orsakir mótefnamyndunar voru rannsakaðar kom í ljós að hjá 47 konum ( 49,47%) var líkleg orsök þessi sama meðganga RhD jákvæðs barns, hjá 38 konum (40,00% ) fyrri meðganga/fæðing RhD jákvæðs barns, en hjá sjö konum (7,37%) var ástæða mótefnamyndunar óljós. Í þremur tilfellum (3,16%) hafði næming líklega orðið í kjölfar fósturláts. Þrjár meðgöngur enduðu með missi fósturs/nýbura, en þar af var eitt fósturlát vegna afleiðinga anti-D næmingar. Fæðingarmáti fyrir þær 127 meðgöngur þar sem barn fæddist lifandi var eftirfarandi; 65 framkallaðar fæðingar (51,18%), 17 bráðakeisaraskurðir (13,39%), 18 valkeisaraskurðir (14,17%) og 27 sjálfkrafa sótt (21,26%). Í fimm meðgöngum (3,85%) fór fram blóðgjöf í gegnum naflastreng vegna alvarlegs FNB á fósturskeiði en eitt fósturlát varð í kjölfar þess. Alls fengu 35 (26.52%) nýburar meðferð vegna FNB; sjö fengu blóðinngjöf (5,30%), 13 blóðskipti (9,85%) og 32 (24,24%) ljósameðferð.
    Ályktanir: Rannsóknin gefur mynd af anti-D í meðgöngum á Íslandi yfir 20 ára tímabil. Nýgengi anti-D á meðgöngu á Íslandi er um fjórar konur á ári. Enn þurfa margir RhD jákvæðir nýburar kvenna með antiD mótefni meðhöndlun vegna FNB. Ný anti-D mótefni greinast oftast í síðasta þriðjungi meðgöngu og því ættu efldar Rhesusvarnir á meðgöngu að draga úr RhD næmingum á meðgöngu á Íslandi í framtíðinni.

Samþykkt: 
  • 14.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30336


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rhesus D mótefni á meðgöngu árin 1996-2015.pdf1.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
20180511_205023BG.jpg3.76 MBLokaðurYfirlýsingJPG