is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30337

Titill: 
  • Áhættudreifing lífeyrissjóða: Æskilegt hlutfall erlendra eigna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Íslenskir lífeyrissjóðir leika lykilhlutverk þegar kemur að innlendum fjármálamarkaði. Sökum þess að stöðugt innflæð fjármagns er í sjóðina í formi iðgjalda hafa þeir gríðarlega fjárfestingaþörf. Innlendur fjármálamarkaður er afar þunnskipaður þegar kemur að fjárfestingamöguleikum og því er ljóst að þeirri þörf sem sjóðirnir hafa til þess að ávaxta fjármuni sína verður vart svalað að fullu hérlendis. Íslensk stórnvöld ákváðu síðla árs 2008 að innleiða gjaldeyrishöft sem eðli málsins samkvæmt heftu allar erlendar nýfjarfestingar lífeyrissjóða. Afleiðingarnar urðu þær að sjóðirnir tóku að sanka að sér skráðum eignum innanlands.
    Í dag er staðan þannig að lífeyrissjóðir eru langsamlega stærstir meðal innlendra fjárfesta og fara með fjármuni sem nema um 4000 milljörðum króna eða 150% af vergri landsframleiðslu. Til þess að setja þá upphæð í samhengi er það litlu minna en verðmæti allra skráðra verðbréfa á Íslandi. Eftir að frjálsir fjármagnsflutningar voru aftur leyfðir fyrri hluta árs 2017 spratt upp hávær umræða um það hvort lífeyrissjóðunum bæri ekki skylda til þess að ávaxta fjármuni sína í ríkari mæli utan Íslands í þeim tilgangi að dreifa eignum sínum.
    Markmið þessarar ritgerðar er að skoða áhrif lífeyrissjóða á íslenskum fjármálamarkaði. Farið verður yfir eignastöðu þeirra og umsvif á innlendum markaði ásamt þróun erlendra eigna. Að lokum verður sett upp líkan byggt á kenningum Harry M. Markowitz um samval verðbréfa þar sem ákjósanlegt hlutfall erlendra eigna er kannað. Niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að æskilegt sé að lífeyrissjóðir verji um 30-40% af heildareignum sínum erlendis en það er talsvert meira en reyndin hefur verið hingað til.

Samþykkt: 
  • 14.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30337


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elmar_Björnsson_final.pdf957.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing_skemman.pdf1.79 MBLokaðurYfirlýsingPDF