is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30339

Titill: 
  • Aðferðir til að mæla ímynd vörumerkja og áhrif hennar á markaðsfærslu fyrirtækja.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Til að móta markaðsfærslu sína er mikilvægt fyrir fyrirtæki að mæla hver ímynd þeirra er á markaðnum og meðal neytenda. Með því að fara í gegnum miðaða markaðsfærslu er lokapunkturinn að meta ímyndina og svo er áframhaldandi markaðsfærsla endurmetin útfrá því. Til eru ýmsar aðferðir sem fyrirtæki geta notast við til að mæla ímynd sína en það fer eftir hversu ítarlegar og djúpar upplýsingar fyrirtæki vilja og hversu miklu fjármagni og tíma þau vilja eyða, hvaða aðferð hentar.
    Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvernig ímynd vörumerkja hefur áhrif á markaðsfærslu fyrirtækja og hvaða aðferðum fyrirtæki geti nýtt sér til að mæla ímynd sína
    Til að komast að þessum atriðum kynnti höfundur sér miðaða markaðsfærslu sem er nálgun á markaðsfærslu sem gegnur út á að fyrirtæki greini markaðinn í hópa og finni hóp sem hentar sér og sínu vörumerki. Markaðsfærsla fyrirtækisins snýst svo um að koma til móts við væntingar og þarfir þessa hóps og meta ímynd vörumerkis síns meðal hópsins til að endurbæta markaðsfærsluna stöðugt. Í ritgerðinni er lögð áhersla á mikilvægi ímyndar og skoðaði höfundur aðferðirnar ZMET, Brand Asset Valuator, vörukort, Q-sort og Likert viðhorfskannanir sem eru ætlaðar til mælinga á ímynd.

Samþykkt: 
  • 14.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30339


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni Birgir Freyr Stefansson.pdf685,16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf28,21 kBLokaðurYfirlýsingPDF