is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3034

Titill: 
 • Kynjamunur barna í leik: Rannsókn á kynjaskiptum leikskóla
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsókn þessi var gerð til þess að athuga hvort kynjamunur væri á leik barna í
  kynjaskiptum leikskóla. Í inngangi er saga kynjaskipts skólastarfs rakin, fjallað
  um kynjamun, staðalmyndir og ójöfnuð. Þá er farið ítarlegar í kynjamun barna og
  talað um hvernig núverandi rannsókn skiptir máli. Búist var við því að
  kynjamunur kæmi fram í kynjaskiptum hópum en ekki í kynjablönduðum hópum.
  Þátttakendur voru 24 börn af kynjaskiptum leikskóla Hjallastefnunnar.
  Kynjamunurinn var kannaður með því að athuga hvort stúlkum eða drengjum
  gengi betur að skipta á milli sín leikfangi. Börnin voru fjögur saman í hópi og
  skiptu ýmist á milli sín búnaði til að blása sápukúlur eða bolta. Í boltamælingunni
  sýndu drengir aðeins hærri tíðni óæskilegrar hegðunar heldur en stúlkur en annars
  fannst ekki kynjamunur. Tilgáta tvö um að kynjamunur kæmi ekki fram í
  kynjablönduðum hópum stóðst. Ýmislegt gæti þó haft áhrif á niðurstöður þessarar
  rannsóknar. Til dæmis var úrtakið mjög lítið og bara af einum leikskóla auk þess
  sem það var fengið með hentugleika.

Samþykkt: 
 • 12.6.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3034


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
la1_fixed.pdf220.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna