is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30345

Titill: 
  • Íslenskur sjávarútvegur í hnotskurn árið 2018: Staða og stefna
  • Titill er á ensku Icelandic fishing industry at a glance in 2018
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sjávarútvegur hefur verið undirstaða íslenska hagkerfisins í aldaraðir. Ritgerð þessi byggir á greiningu og áskorunum sem greinin hefur farið í gegnum á síðastliðnum árum og til dagsins í dag. Álögur og ógnanir hafa aukið og minnkað afkomu útgerðarfélaga sem hefur einkennst af hraðri samþjöppun í greininni. Markaðssetning og mismunandi áherslur í sölumálum hafa breyst töluvert þar sem eftirspurn hefur ráðið útfærslum og vinnsluaðferðum varðandi hráefni. Tækninýjungar og fjárfestingar hafa verið áberandi á síðastliðnum árum og verður aðeins rýnt í þá þróun. Einnig verður aðeins kafað í gengismálin þar sem gengi íslensku krónunnar spilar stóran part í afkomu félaganna. Aflaheimildir og samspil þeirra er grunnur að góðri afkomu sem stjórnendur félaganna þurfa að skoða djúpt í ljósi markaðs aðstæðna á erlendum mörkuðum ásamt fleiri atriðum varðandi framlegð til lengri tíma litið. Í lok ritgerðarinnar er fjallað um útgerðarfélagið HB Granda hf. þar sem skoðað verður sambland aflaheimilda ásamt því að skoða þær rekstrarlegu breytingar sem félagið hefur gengið í gegnum á undanförnum árum. Einnig er spáð fyrir um hvernig best væri að hámarka aflaheimildir félagsins til lengri tíma litið. Niðurstaða þeirrar greiningar bendir til þess að félagið sé á réttri leið varðandi stefnumótun. Félagið hefur verið að fjárfesta mikið í nýjum ferskfisks skipum þar sem einblínt er á gæði og samkeppnishæfni til langs tíma. Á sama tíma er félagið búið að fjárfesta verulega í hátæknibúnaði fyrir landvinnslu félagsins, þar er lagður grunnur varðandi launakostnað og sjálfvirkni sem mun auka samkeppnishæfni félagsins verulega á komandi árum. Á sama tíma er félagið að fjárfesta í nýju flakafrystiskipi sem verður hannað til þess að verða líkt og hátæknifrystihús, nema á sjó, þannig er félagið að viðhalda sérstaklega sterkri stöðu sinni á Bretlandsmarkað varðandi Fish and Chips markaðinn.

Samþykkt: 
  • 14.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30345


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlysing-GudrunDis.pdf460.34 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Bs-Ritgerð-GudrunDis.pdf488.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna