Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30347
Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að greina núverandi hagsveiflu og skoða þróun helstu hagþátta með sérstöku tilliti til einkaneyslu. Frá árinu 2010 hefur verið mikil uppsveifla í efnahag Íslands. Lán hafa verið greidd niður og endurfjármögnuð á betri kjörum. Hrein erlend þjóðarstaða varð nýlega jákvæð í fyrsta sinn síðan mælingar hófust og ekki er talin ástæða til að efla gjaldeyrisforðann meira. Aukning einkaneyslu er svipuð og í síðustu uppsveiflu og hefur verið drifkraftur í hagvexti. Gjaldeyristekjur vega á móti vöruviðskiptahallanum og núverandi uppsveifla er ekki byggð á auknum skuldum. Ríkisstjórnin virðist ekki ætla stemma stigu við þenslu sem ætti þó að vera í lagi ef útgjaldaaukningu er ráðstafað í arðbærar fjárfestingar. Hugsanlega mætti marka skýrari stefnu við beitingu þjóðhagsvarúðartækja við aðhald á íbúðaverðsþróun.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur áhættu vera að aukast og að heimurinn sé orðinn samstilltari. Ísland er næmt fyrir smitáhrifum og niðursveiflan mun að öllum líkindum koma. Hlutverk hagstjórnenda er því að koma í veg fyrir að hún valdi alvarlegum afleiðingum. Staða Íslands er sterk núna en umhugsunarefni er hvort slaka eigi á reglum og fá tímabundið öflugra efnahagslíf sem gæti þá kostað alvarlegri niðursveiflu seinna. Með langtímahugsun er hægt að stuðla að því að hagsveiflan endi ekki illa.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hagsveiflan_sem_endaoi_ekki_illa___Lokaskil.pdf | 1,09 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing.pdf | 12,17 kB | Lokaður | Yfirlýsing |