en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/30348

Title: 
  • Title is in Icelandic Viðskiptavild: Hvað er viðskiptavild?
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð er fjallað um hugtakið viðskiptavild, skilgreiningar þess og hvernig viðskiptavild er meðhöndluð í reikningsskilum. Farið er ítarlega í gegnum lagaumhverfi hennar, þar með talið er stuðst við ákvæði um hana í alþjóðlegum reikningsskilastöðlum ásamt lögum nr. 3/2006 um ársreikninga. Viðskiptavild í ársreikningum fyrirtækja hefur vaxið með árunum og er því mikilvægt að vita hver tilgangur hennar er. Einnig er útskýrt hvernig viðskiptavildin er afskrifuð ásamt því hvernig framkvæma eigi virðisrýrnunarpróf. Viðskiptavild hefur sætt mikilli gagnrýni í gegnum árin, ekki síst frá notendum reikningsskila og hefur því verið haldið fram að félög hafi misnotað viðskiptavild til þess að fegra efnahagsreikning sinn. Þar með hafi þau gefið ranga mynd af fjárhagsstöðu sinni sem leiddi til blekkinga. Það var sérstaklega áberandi hjá stórum eignarhaldsfélögum og fyrirtækjasamstæðum árin fyrir hrun að færð var viðskiptavild í miklum fjárhæðum en ekkert virtist vera að baki þessum fjárhæðum. Á endanum sprakk blaðran og kom í ljós að í fjölmörgum tilfellum var viðskiptavild ofmetin. Mikilvægt er að breytingar verði gerðar til að koma í veg fyrir misnotkun á viðskiptavild, til að mynda með strangara eftirliti og skýrari reglum og lögum.

Accepted: 
  • May 14, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30348


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Yfirlýsing.pdf118.63 kBLockedYfirlýsingPDF
Viðskiptavild-Hvað er viðskiptavild-Lokaskjal.pdf418.33 kBLocked Until...2118/01/01Complete TextPDF