is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30350

Titill: 
  • Þarfagreining fræðslu og þjálfunar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fyrirtæki og stofnanir leggja í auknum mæli áherslu á þjálfun og þróun starfsfólks í því skyni að mæta síbreytilegum hæfnikröfum starfa. Áður en fjárfest er í fræðslu og þjálfun er mikilvægt að greina þarfir skipulagsheildarinnar og komast að því hvort, hvers vegna og hverja eigi að þjálfa. Markmið rannsóknarinnar var að gera þarfagreiningu á fræðslu og þjálfun hjá bílaumboði. Leitast var við að greina stefnu og markmið fyrirtækisins, vandamál þess og áskoranir sem og þær kröfur um hæfni sem gerðar eru til starfsfólks. Rannsóknin fól í sér greiningu á ýmsum fyrirliggjandi gögnum í eigu fyrirtækisins en auk þess voru tekin fjögur hálfopin viðtöl við fjóra stjórnendur sem valdir voru með markmiðsúrtaki. Helstu niðurstöður sýna ákveðið misræmi í upplifun viðmælenda á lykilmarkmiði og stefnu. Allir komu þeir inn á að fyrirtækið þyrfti að skila hagnaði og að góð þjónusta myndi aðstoða við það. Sameiginlegur skilningur á því hvað fælist í góðri þjónustu, og þar af leiðandi hvaða þætti þyrfti að leggja áherslu á, var hins vegar ekki staðar. Hraður vöxtur undanfarin ár hefur haft ýmis áhrif á fyrirtækið en líklega má rekja aukið álag og ófullnægjandi vinnuskilyrði til hans. Helstu áskoranir næstu mánaða og ára felast að stórum hluta í fyrirhuguðum skipulagsbreytingum og flutningum sem munu hafa mikil áhrif á starfsfólk og fyrirtækjamenninguna almennt. Viðmælendur töldu starfsfólk almennt búa yfir þeirri hæfni sem störf þeirra kölluðu á en þó mætti ávallt gera betur. Greiningin leiddi meðal annars í ljós að bæta þarf móttöku og þjálfun nýliða, efla almenna þjálfun stjórnenda og þjálfa framlínustarfsfólk með reglubundnum hætti. Auk þess taldi rannsakandi þurfa að skerpa á framtíðarsýn, markmiðum og gildum fyrirtækisins sem og móta og innleiða stefnur í þjónustu og þróun mannauðs.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað í 5 ár með leyfi viðskiptafræðideildar.
Samþykkt: 
  • 14.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30350


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlysing.pdf295.4 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaverkefni_mannausstjornun.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna