is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30353

Titill: 
 • Íslenskur farsímamarkaður: Tengsl milli þjónustugæða, ímyndar og tryggðar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl viðskiptavina og farsímafyrirtækis. Hversu sterk tengsl eru á milli tryggðar og a) þjónustugæða b) ímyndar fyrirtækis og c) ímyndar þjónustu, hvaða farsímafyrirtæki njóti mestu tryggðar meðal sinna viðskiptavina og hvaða farsímafyrirtæki fengi hæstu einkunn fyrir gæði þjónustu.
  Framkvæmd var rannsókn með þeim hætti að spurningalisti var lagður fyrir þátttakendur. Spurningalistinn var hannaður eftir SERVQUAL-spurningalíkaninu og niðurstöður færðar yfir í SPSS (Stasistical Package for the Social Science) tölfræðiforritið þar sem viðeigandi tölfræðipróf voru notuð við úrvinnslu gagna.
  Niðurstöður leiddu í ljós að tengsl væru á milli þess farsímafyrirtækis sem þátttakendur eru í viðskiptum hjá og þess fyrirtækis sem þeim var efst í huga. Einnig kom í ljós að ekki er hægt að halda því fram að viðskiptavinir eins farsímafyrirtækis séu líklegri til að nefna sitt farsímafyrirtæki en viðskiptavinir hinna. Einnig mældust tengsl á milli tryggðar og þjónustugæða, ímyndar fyrirtækis og ímyndar þjónustu. Fram kom marktækur munur á mælingum um tryggð viðskiptavina en þar mældist Nova hærra en hin farsímafyrirtækin, einnig mældist Nova með hæstu einkunn fyrir þjónustugæði.
  Út frá niðurstöðum er hægt að álykta að viðskiptavinir farsímafyrirtækja nefna sitt fyrirtæki fyrst en það getur auðvitað verið vegna þess að þeir eru núverandi viðskiptavinir og eru því oftar í sambandi við sitt farsímafyrirtæki heldur en önnur. Nafn fyrirtækisins er alltaf sýnilegt á farsímaskjá, viðskiptavinir þurfa að fara inn á heimasíðu síns fyrirtækis til að kaupa áfyllingu og nafn fyrirtækisins stendur á reikningnum. Einnig er hægt að álykta að þjónustugæði farsímafyrirtækja sé almennt frekar góð þar sem niðurstöður sem tengdust mælingum á þjónustugæðum voru frekar háar.

Samþykkt: 
 • 14.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30353


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Alex-LOKA-PDF.pdf43.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
lokaverkefni-can.pdf284.31 kBLokaðurYfirlýsingPDF