is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30354

Titill: 
  • Mannauðsstjórnun: Upplifun stjórnenda af ráðningarferli lögreglu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er ráðningarferli hjá lögreglunni til skoðunar. Ráðningarferli er hluti mannauðsstjórnunar og því er greint frá helstu aðferðum mannauðsstjórnunar við ráðningarferli almennt. Fjallað er um muninn á ráðningum hjá ríkinu og í einkageiranum. Notast var við eigindlega aðferðafræði með hálfopnum spurningum þar sem þátttakendur voru fjórir talsins. Þátttakendur áttu það sameiginlegt að koma að ráðningum lögreglumanna. Markmiðið var að komast að því hvað ber mest vægi við ráðningar lögreglumanna. Til að komast að því voru spurningar lagðar fyrir viðmælendur um upplifun þeirra á ráðningarferli lögreglunnar. Niðurstöður leiddu í ljós að staðið er vel að ráðningum, stuðst er við fræðin og lögum fylgt. Viðmælendur voru almennt sammála um æskilega eiginleika lögreglumanna þar sem framkoma, heiðarleiki og mannleg samskipti voru í fyrirrúmi en hroki eitthvað sem taldist óæskilegt. Allir voru sammála um að skortur væri á lögreglumönnum. Ástæður þess eru taldar vera skortur á fjárveitingum, takmarkanir í gamla Lögregluskólanum og nú takmarkanir í starfsnám lögreglu.

Samþykkt: 
  • 14.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30354


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pdf-Lokaskil BS - FINAL.pdf1.94 MBLokaður til...14.05.2038HeildartextiPDF
skemma yfirlýsing.pdf292.65 kBLokaðurYfirlýsingPDF