is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30356

Titill: 
  • Núvirt sjóðstreymisgreining fyrirtækja: Virðismat á Icelandair Group með sjóðstreymisgreiningu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Notaðar eru tvær nálganir við að virðismeta fyrirtæki: innra virði og kennitölugreiningu. Að finna innra virði fyrirtækis snýst um að spá fyrir um framtíðarsjóðstreymi rekstrar þess og núvirða það með ákveðinni ávöxtunarkröfu. Sjóðstreymisgreining fyrirtækja er vinsælt tól virðismats þar sem það tekur inn í reikning tímavirði peninga. Tímavirði peninga er lykilhugtak í fjármálafræðum sem útskýrir hvers vegna sama upphæð getur haft mismunandi virði á mismunandi tímapunktum. Vinsælustu aðferðirnar við að framkvæma núvirta sjóðstreymisgreiningu kallast: veginn fjármagnskostnaðar, flæði til eigin fjár og leiðrétt núvirði. Allar þessar aðferðir eiga þó fræðilega séð að komast að sömu niðurstöðu um virði fyrirtækis. Hver þessara aðferða einkennist af því hvaða sjóðstreymi viðkomandi fyrirtæki notar og ávöxtunarkröfu. Til dæmis notar veginn fjármagnskostnaður óskuldsett frjálst sjóðstreymi sem er síðan núvirt með vegnum fjármagnskostnaði en veginn fjármagnskostnaður er veginn kostnaður skulda og eigin fjár. Flæði til eigin fjár notar skuldsett frjálst sjóðstreymi sem er síðan núvirt með ávöxtunarkröfu eigin fjár. Leiðrétt núvirði notar óskuldsett frjálst sjóðstreymi en skoðar hliðaráhrif vegna fjármögnunar sérstaklega. Hliðaráhrif fjármögnunar geta vera til dæmis skattahagræði vegna lánsfjármagns. Gerð var núvirt sjóðstreymisgreining á Icelandair Group með aðferð vegins fjármagnskostnaðar. Icelandair Group er eignarhaldsfélag sem á flugfélögin Icelandair og Air Iceland og önnur fyrirtæki í flutninga-, hótel- og ferðamannageirunum. Notað var forritið Microsoft Excel til þess að vinna úr sögulegum gögnum félagsins sem voru fengin út frá ársskýrslum félagsins á heimasíðu þess. Spáð var rekstrartekjum, rekstrargjöldum, fjárfestingarútgjöldum og breytingu á hreinu veltufé félagsins til að komast að óskuldsettu frjálsu sjóðstreymi félagsins á spátímabilinu 2018–2023. Fyrir árið 2024 var reiknað eilífðarvirði þess sem endurspeglar virði félagsins ef haldið verður áfram rekstri út í hið óendanlega. Eilífðarvöxturinn var settur 2% sem endurspeglar vöxt félagsins og hagkerfisins sem það starfar í. Ávöxtunarkrafa félagsins var reiknuð sem 8,58% og hún var notuð til þess að núvirða framtíðarsjóðstreymi félagsins. Virði Icelandair taldist 1.038 milljónir dollara eða 21,35 krónur á hlut í byrjun ársins 2018. Í byrjun árs var hlutabréfaverð Icelandair Group 14,72 krónur. Samkvæmt mati höfundar um framtíðarsjóðstreymi félagsins og þá ávöxtunarkröfu sem gera á til félagsins eru hlutabréf þess undirverðlögð á markaði.

Samþykkt: 
  • 14.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30356


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Núvirt sjóðstreymisgreining fyrirtækja-Virðismat á Icelandair Group með sjóðstreymisgreiningu - Lokaskil.pdf1.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Guðmundur Már Þórsson.pdf265.22 kBLokaðurYfirlýsingPDF