is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30357

Titill: 
  • Óefnisleg verðmæti: Hvernig óefnisleg verðmæti eru skilgreind og metin meðal ólíkra fræðisviða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mismunur er á milli bókfærðs- og markaðsvirði fyrirtækja. Þekkingarverðmæti og óefnislegar eignir reyna að útskýra þennan mun. Innan endurskoðunar er talað um óefnislegar eignir og á það við þær aðgreinanlegu óáþreifanlegu eignir sem eru ekki fjármálagerningar. Ársreikningur heldur utan um þessháttar eignir. Þekkingarverðmæti eru skilgreind sem þær ófjárhagslegu og óáþreifanlegu auðlindir, þar með talið sú þekking, færni og upplýsingar innan fyrirtækis sem gerir það verðmætara og samkeppnishæfara. Nýlega hafa ýmis fyrirtæki tekið upp svokallaða þekkingarskýrslu til að halda utan um slíkar eignir.
    Markmið þessarar ritgerðar er að skoða báðar hliðar. Sjá hvernig þessi ólíku sjónarhorn á slíkum verðmætum eru og hvernig farið er að því að meta, skrá og flokka þær.
    Niðurstöður leiddu í ljós að aðeins fáeinar eignir eru skilgreindar sem óefnislegar eignir. Þar af leiðandi eru þess háttar verðmæti ekki að rata inná efnahagsreikning fyrirtækis heldur skráð sem kostnaður fyrirtækis. Undantekningin er þegar um kaup á öðru félagi er að ræða en þá er sett huglægt mat á verðmætin og að mestu sett undir viðskiptavild. Einnig reyna endurskoðendur að setja verðmat á þess háttar verðmæti sem gæti reynst erfitt þar sem þær hafa meira en bara peningalegt virði. Þekkingarskýrslan notar mismunandi aðferðir til að meta þekkingarverðmæti og mælir virði þeirra innan fyrirtækja.

Samþykkt: 
  • 14.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30357


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Oefnisleg Verdmaeti.pdf410.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_16.pdf12.28 kBLokaðurYfirlýsingPDF