is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30358

Titill: 
 • Viðhorf Íslendinga til auglýsinga á samfélagsmiðlum og áhrif þeirra á kauphegðun
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Kauphegðun fólks mótast af mörgum ólíkum þáttum. Mjög mikilvægt er að
  markaðsstjórar skilji kauphegðun neytenda til þess að skapa meira samskeppnisforskot á markaði. Ein leið til þess að hafa áhrif á kauphegðun neytenda er með auglýsingum. Með tilkomu samfélagsmiðla skapaðist ný leið til markaðssetningar í formi auglýsinga á
  samfélagsmiðlum og er sú leið orðinn stór hluti af markaðssetningu fyrirtækja í dag. Birtingarmynd auglýsinga í gegnum samfélagsmiðla er mismunandi en allir hafa það sama markmið að hafa áhrif á kauphegðun neytenda og auka sölu. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvert almennt viðhorf Íslendinga sé til auglýsinga á samfélagsmiðlum. Markmiðið var að skoða hvort greina mætti mun á viðhorfi til auglýsinga á samfélagsmiðlum eftir þáttum eins og aldri, kyni og tekjum. Að
  auki er markmiðið að skoða hvort auglýsingar á samfélagsmiðlum hafi áhrif á kauphegðun almennings. Auk þess var markmiðið var að skoða hvort munur væri á milli bakgrunnsbreyta þegar kemur að því hvort auglýsingarnar hafi áhrif á kauphegðun almennings.
  Niðurstöður þessarar megindlegu rannsóknar benda til þess að almennt viðhorf til auglýsinga getur verið mjög breytilegt. Niðurstöður sýndu það að yngra fólk hefur sterkari skoðanir á samfélagsmiðlum en eldra fólk. Einnig hafa auglýsingar á samfélagsmiðlum áhrif á kauphegðun fólks. Aldur og kyn hafa áhrif á hvaða samfélagsmiðlum fólk telur auglýsingar hafa mest áhrif á kauphegðun.

Samþykkt: 
 • 14.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30358


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir - Lokaskil PDF.pdf940.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing fyrir skemmuna .pdf267.96 kBLokaðurYfirlýsingPDF