Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30359
Inngangur: Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein sem greinist í konum á Íslandi en að meðaltali greinast 211 konur á ári. Nýgengi brjóstakrabbameina hefur stöðugt hækkað síðustu áratugi en á sama tíma hefur dánartíðni farið lækkandi síðustu tuttugu ár. Horfur íslenskra kvenna með brjóstakrabbamein eru góðar en þar sem ekki hefur verið tekin upp gæðaskráning krabbameina á spítölum á Íslandi eins og í nágrannalöndunum þá skortir tölfræðileg gögn um greiningu og meðferð. Rannsóknin er liður í innleiðingu gæðaskráningar brjóstakrabbameina á Íslandi þar sem greining og meðferð ífarandi brjóstakrabbameina sem greindust árið 2016 á Íslandi voru borin saman við greiningu og meðferð ífarandi brjóstakrabbameina í Svíþjóð 2016.
Efni og aðferðir: Listi með kennitölum allra kvenna sem greindust með ífarandi brjóstakrabbamein á Íslandi 2016 var fenginn frá Krabbameinsskrá Íslands. Upplýsingar um greiningu og meðferð þessara kvenna fengust úr sjúkraskrám og niðurstöðum meinafræðirannsókna. Breytur tengdar greiningu og meðferðar voru skráðar í þar til gerð eyðublöð í Heilsugáttinni að fyrirmynd sænska INCA skráningarkerfisins. Gögnin sem fengust úr skráningarblöðunum voru borin saman við gögn af heimasíðu sænsku krabbameinsskrárinnar um greiningu og meðferð ífarandi krabbameina í Svíþjóð 2016. Kí-kvaðrat próf voru gerð til að bera saman hlutföll milli Íslands og Svíþjóðar.
Niðurstöður: Vefjameinafræðileg gerð ífarandi brjóstakrabbameina í flokkuninni Luminal, HER-2 og þríneikvæð æxli skiptist á svipaðan hátt milli Íslands og Svíþjóðar og var munur á milli allra flokkanna ómarktækur. Af þeim konum sem greindust með ífarandi brjóstakrabbamein á Íslandi 2016 voru 52% greindar við hópleit en 61% af þeim 7405 konum sem greindust í Svíþjóð sama ár (p=0,01). Samráðsfundir voru haldnir fyrir aðgerð í 92% tilvika á Íslandi en 99% í Svíþjóð og eftir aðgerð í 96% tilvika á Íslandi en 99% tilvika í Svíþjóð (p<0,01). Varðeitlataka var gerð í 69% aðgerða á Íslandi en 95% aðgerða í Svíþjóð (p<0,01). Ef æxlið var 30mm var í 49% tilvika gerður fleygskurður á Íslandi en í 79% tilvika í Svíþjóð (p<0,01). Geislameðferð var veitt eftir fleygskurð í 85% tilvika á Íslandi en 93% tilvika í Svíþjóð (p<0,01). Ef eitlameinvörp greindust í aðgerð þar sem gert var brottnám þá fengu 48% þeirra kvenna geislameðferð eftir aðgerð hér á landi en í Svíþjóð fengu 79% geislameðferð eftir brottnám ef eitlameinvörp greindust í aðgerðinni (p<0,01).
Ályktun: Horfur kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein á Íslandi eru góðar. Marktækur munur er á greiningu og meðferð ífarandi brjóstakrabbameina milli Íslands og Svíþjóðar. Fyrsta athugun á niðurstöðum bendir til þess að fleiri mættu greinast við skimun á Íslandi sem líklega má rekja til minni þátttöku í skimun hér á landi. Áhugavert væri að skoða hvers vegna sjaldnar eru gerðar varðeitlatökur hér á landi og hvers vegna hlutfall fleygskurða er lægra og einnig tíðni geislameðferðar eftir fleygskurð og brottnámsaðgerðir þar sem eitlameinvörp greinast. Með áframhaldandi gæðaskráningu á greiningu og meðferð brjóstakrabbameina á Íslandi er hægt að fylgjast með og setja markmið um ákveðna þætti greiningar og meðferðar sem mætti breyta eða bæta.
Background: Breast cancer is the most common cancer diagnosed in women in Iceland with an average of 211 women diagnosed each year. Breast cancer incidence has increased steadily for the past sixty years but the mortality remained stable until twenty years ago when it started decreasing. The prognosis of Icelandic women with breast cancer is good but since quality registration for cancers has not started yet in Icelandic hospitals as in the neighboring countries, we lack statistical data on diagnosis and treatment. This research is a part in implementing quality registration for breast cancers in Iceland. Diagnosis and treatment of invasive breast cancers in Iceland 2016 was compared to diagnosis and treatment of invasive breast cancers in Sweden 2016.
Materials and methods: A list of personal identification numbers of all women diagnosed with invasive breast cancer in Iceland 2016 was obtained from the Icelandic Cancer Registry. Information on diagnosis and treatment of these women was obtained from medical records and pathological results. The proscess of diagnosis and treatment was filled in a registry form adapted from the Swedish INCA registration system. The data that was retrieved from the registry form was compared to data from the Swedish Cancer Registry on diagnosis and treatment of invasive breast cancers in Sweden 2016. Chi-square tests were applied to compare ratios between Iceland and Sweden.
Results: Biologic subtypes of invasive breast cancers into luminal, HER-2 and triple negative classes was similarly divided between Iceland and Sweden. Of the women who were diagnosed with invasive breast cancer in Iceland in 2016, 52% were diagnosed within the screening programme as compared to 61% of the women diagnosed in Sweden the same year (p=0,01). Multidisciplinary meetings were held before surgery in 92% cases in Iceland but 99% cases in Sweden (p<0,01) and after surgery in 96% cases in Iceland and 99% cases in Sweden (p<0,01). A sentinel node surgery was done in 69% cases in Iceland but 95% cases in Sweden (p<0,01). If the cancer was 30mm breast conserving surgery was done in 49% cases in Iceland but 79% cases in Sweden (p<0,01). 85% of the women in Iceland had radiotherapy after breast conserving surgery as compared to 93% of the women in Sweden (p<0,01). If lymph node metastasis was diagnosed in relation to mastectomy then 48% of these cases got radiotherapy in Iceland but 79% of the cases in Sweden (p<0,01).
Conclusion: The prognosis of women diagnosed with invasive breast cancer in Iceland is good. A significant difference is however in the diagnosis and treatment of invasive breast cancer between Iceland and Sweden. According to these first results fewer women are diagnosed by screening in Iceland which could be related to lower participation among Icelandic women in the screening program. It would be interesting to look deeper into why sentinel node surgeries are less often done in Iceland and why the rate of breast conserving surgery and radiotherapy is lower compared to Sweden. With ongoing quality registration of diagnosis and treatment of breast cancers in Iceland it would be possible to monitor and set goals for certain aspects of diagnosis and treatment which could be improved.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna - Lilja Dögg.jpeg | 6.89 MB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG | |
BS-ritgerð final.pdf | 984.4 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |